- Auglýsing -
101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og 37 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis.
Starfsmennirnir vinna hjá móðurfélagi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia hefur boðað til fjarfundar klukkan 15 í dag með starfsfólki sínu til að ræða stöðuna.
Sökum COVID-19 kórónaveirunnar hefur orðið algjört hrun í flugumferð, og allri ferðaþjónustu hér á landi.
Sjá einnig: Ögurstund fram undan í ferðaþjónustu