Fjölmargir víða um heim sitja nú á bæn og með krosslagða fingur í þeirri von að John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og göngufélagar bjargist ofan af hinu mannskæða fjalli K 2. Þar hefur ekkert heyrst til hópsins í rúman sólarhring og björgunarþyrlur þurftu frá að hverfa nú í morgun. Aðstæður á fjallinu fara versnandi.
Líkt og Mannlíf greindi frá í morgun er John Snorra og tveggja félaga hans saknað á fjallinu við gífurlega erfiðar aðstæður. Ekkert hefur heyrst til þeirra í rúman sólarhring. Þegar hafa borist mörg hundruð kveðjur inn á Facebook-síðu Johns Snorra þar sem gífurlegum dugnaði hans er lýst og mannkostum. Allir leggjast þar á eitt og biðja fyrir öruggri endurkomu íslenska fjallagarpsins og félaga hans. Þeirra á meðal eru margir Íslendingar.
Sjá einnig: Leitin að John Snorra bar ekki árangur – Aðstæður á fjallinu fara versnandi
Ómar Sigurvin er einn þeirra. „John Snorri er frábær persóna, einn þeirra sem þér líkar samstundis við. Vonir okkar og bænir eru með fjölskyldu hans og við óskum þess að hann skili sér örugglega niður,“ segir Ómar.
Kristján Björnsson vonar hið besta. „Höfum trú á John Snorra, hans félögum og í Guði almáttugum sem er staddur í fjöllunum. Guð blessi ykkur, vinir mínir,“ segir Kristján.
Magðalena Magnúsdóttir er með hugann við örugga hendurkomu. „Hugsa til ykkar kæru,“ segir Magðalena.
Það gerir Friðrik Benediktsson líka. „Ég bið fyrir öruggri endurkomu,“ segir Stefán. Og Ragnheiður. „Þið eruð í bænum okkar,“ segir Ragnheiður. Og það gerir María líka.
Allar hugsanir og bænir svo þeir snúi aftur örugglega. Megi Guð og allir hans englar vernda þá. Mikill kærleikur, hlýja og ljós til fjölskyldu þeirra,“ segir María.
Iva Tabakova er vongóð. „John Snorri er einn sterkasti, jákvæðasti og hugrakkasti maður sem ég hef hitt á ævinni. Kæri vinur, komdu örugglega til baka fljótlega. Bænir mínir eru hjá þér, ég trúi á þig…,“ segir Iva.