Litlu mátti muna að illa færi þegar maður á rafhlaupahjóli lognaðist út af við hlið fararskjóta síns. Vegfarandi veitti manninum eftirtekt og kannaði lífsmörk hans. Reyndis hann vera með orðinn kaldur og með skerta meðvitund. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Hundur sem ekki er þjálfur til að leita uppi fíkniefni fletti ofan af fíkniefnum á skemmtigöngu með eiganda sínum. Rak hundurinn nefið í efnin sem voru grafin í skjóli af tré og undir hávöxniu grasi. Eigandin tilktnnti um fundinn. Lögreglan mætti á staðninn og gerði efnin upptæk.
Lögreglumenn við umferðareftirlit sáu hvar bifreið var kyrrstæð í austurborginni. Maður hélt á barni sem var verkjað. Barnið reyndist hafa klemmt sig á fingri og hlotið talsverð meiðsli af. Lögreglumenn óku barni ásamt foreldri á slysadeild þar sem gert var að meiðslum þess.
Einn var handtekinn vegna ölviunar við akstur og sætir viðurlögum í samræmi við stærð brotsins. Annar var handtekinn fyrir líkamsárás. Sá þriðji var handtekinn, grunaður um akstur undir ávana- og fíkniefnum. Í ljós kom að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Hefðbundið ferli í öllum málunum hjá lögreglu.
Tilkynnt um mann til vandræða á skemmtistað í Hafnarfirði. Óeirðaseggurinn neitaði að segja til nafns og var að lokum kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar og vistaður vegna ástands síns. Á svipuðum slóðum komu upp nágrannaerjur. Lögreglan greip inn í málin.
Tilkynnt var um umferðarslys í austurborginni. Ekið var á aðila á hlaupahjóli. Ekki vitað um eignartjón eða slys á fólki á þessu stigi málsins.
Lögreglumenn veittu ökumanni eftirför þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ökumaðurinn var stöðvaður. Hann er grunaður um akstur undir ávana- og fíkniefna og var handtekinn og læstur inni í fangaklefa þar til nýr dagur rennur og mál hans verður rannsakað.