Lögreglu barst tilkynning vegna hunds sem hafði bitið barn. Þá segir í dagbók lögreglu að engir áverkar hafi verið á barninu en kemur ekki fram hvar eða hvenær atvikið átti sér stað.
Einstaklingur varð fyrir líkamsárás í gærkvöldi og hlaut minniháttar meiðsl vegna þess.
Þá voru tveir handteknir vegna gruns um aðild sína í innbroti. Báðir gistu í fangaklefa lögreglu.
Að lokum segir lögregla frá umferðaróhappi þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var hann handtekinn og fluttur til sýnatöku á lögreglustöð.