Tíst gærdagsins hefur líklega verið eftir Sögu Garðarsdóttur leikkonu en hún deildi skjáskoti af þar sem maður hraunar yfir hana í nafni hunds. Hún virðist ekki taka þessu nærri sér og virðist fyrst og fremst hafa gaman af þessu. Enda ljóst að enginn hundur hugsar svo ljótt, hvað þá að láta það flakka á Facebook.
„RÚV kommentakerfið að gefa. RÚV deilir auglýsingu sem ég gerði fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin,“ skrifar Saga og deilir skjáskotinu sem má sjá hér fyrir neðan. Þar má sjá Díogenes hundingi skrifar: „Leiðinlegri konu er ekki hægt að finna. Og hún er ekkert falleg.“
Fjöldi fólks skrifar athugasemd við færsluna. „Liklega hundleiðinleg mannvera og þorir ekki að vera sýnileg. Saga er dásamleg og fyndin. Sumt fólk þarf bara að vera Karen og Indriði….má það bara????,“ skrifar ein kona meðan fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack segir: „ÞÚ SKULDAR ÞESSUM HUNDI FEGURГ.
RÚV kommentakerfið að gefa.
RÚV deilir auglýsingu sem ég gerði fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin pic.twitter.com/0kQlTcbVvt— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) April 14, 2021