Persónuvernd hefur lagt stjórnvaldssekt, að fjárhæð fimm milljón króna á eina af ísbúðum Huppu vegna rafrænnar vöktunar.
Málið hófst þegar foreldri lagi fram kvörtun fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar vegna rafrænnar vöktunar í rými sem starfsmenn nota til að skipta um föt; klæða sig í vinnuföt sem Huppa skikkar starfsmenn til að vera í er þeir eru á vakt.
Einnig var kvartað yfir að merkingum vegna vöktunarinnar hafi verið verulega til vansa; starfsmönnum Huppu hafi ekki verið tilkynnt um vöktunina né fengið fræðslu um réttindi sín varðandi slíka vöktun.
Fram kemur í niðurstöðu Persónuverndar að vinnsla persónuupplýsinga sem fólst í áðurnefndri vöktunin hafi alls ekki stuðst við fullnægjandi heimild til vinnslu samkvæmt lögum; hvorki hafi verið gætt að gagnsæiskröfu né meðalhófskröfu.
Niðurstaða Persónuverndar er sú að fyrirtækið Huppuís ehf. hafi brotið gegn 5. tölul. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 90/2018 sem fjallar um aðgang Persónuverndar að gögnum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.
Við ákvörðun sektar var litið til þess að umrædd brot voru fjölmörg og beindust gegn einstaklingum undir lögaldri – en þeir njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöf.
Einnig var horft til þess að atvinnurekendur bera ábyrgð á að rekstur þeirra samrýmist lögum og reglum á hverjum tíma; væri þannig skylt að tryggja gott starfsumhverfi og réttindi starfsmanna.
Huppuís ehf. gæti því ekki borið fyrir sig lélega þekkingu á lögum og reglum er málið varðar; mat Persónuvernd að brot Huppuíss ehf. vörðuðu hagsmuni barna.
Persónuvernd lagði til fyrir Huppuís ehf. að hætta vöktun og eyða efni úr þeirra eftirlitsmyndavél.