Nú er á sölu hús þeirra hjóna í Pelsinum – Esterar og Kalla – en hann féll nýlega frá.
Þarna bjuggu þau búið í áratugi – og ásett verð er 470 milljónir króna, en þetta kom fyrst fram á vefmiðlinum eirikurjonsson.is.
Eins og Eiríki er einum lagið er pælt í hlutunum á skemmtilegan hátt – til dæmis svona:
„Ef kaupandi tekur 70% lán þá verða afborganir á því 2.859 þúsund á mánuði í fjörutíu ár en 141 milljón þarf að borga út og fást ekki lánaðar á húsið. Ef maður leggur þessa upphæð inn á bankareikning með 10% ávöxtun þá fær maður 47 milljónir í vexti á ári eða 3.9 milljónir á mánuði. Má því segja að það kosti mann a.m.k. fjórar milljónir á mánuði að búa í húsinu fyrir þetta verð! Gefur augaleið að sennilega eru ekki margir aðilar á Íslandi sem hafa ráð á húsinu enda boðið til sölu af alþjóðlegri fasteignasölu og fasteignasalinn er sonur þeirra Esterar og Kalla, Styrmir Bjartur.“