Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Glæsihús í 101 með tíu svefnherbergjum og sjö baðherbergjum til sölu á 225 millur: Sjáið myndirnar!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt af dýrari húsunum á höfuðborgarsvæðinu er nú til sölu: Sól­eyj­ar­gata númer 29, og án efa eru margir áhugasamir um eignina, og þá er um gera að skoða hana og gera tilboð.

En það er hins vegar deginum ljósara að hinn almenni borgari Íslands á mjög líklega ekki fyrir þeirri upphæð sem húsið er til sölu á; verð eignarinnar, metið af fasteignasölu og eiganda/eigendum, er litlar 225 milljónir króna.

Mögulegur eigandi hússins, eða að minnsta kosti annar af tveimur einstaklingum sem er skráður með aðsetur á Sóleyjargötu 29, er grafíski hönnuðurinn Nina Ruth Knudsen. Nina er skráð sem forráðamaður og stjórnarformaður fyrirtækis sem heitir NRH reyk ehf; fyrirtækið er skráð til „heimilis“ á Sóleyjargötu 29 og hefur væntanlega aðsetur sitt þar.

Hinn einstaklingurinn – líka mögulegur eigandi hússins – sem skráður er með búsetu í húsinu stóra, glæsilega og dýra, er Sighvatur Blöndahl.

Óhætt er að segja að húsið sé mjög fal­legt og staðsetningin er frábær; mitt í hjarta Reykjavíkur, eins og myndirnar með þessari frétt staðfesta.

- Auglýsing -

Húsið er rúm­ir fjögur hundruð fer­metr­ar að stærð og er með tíu svefn­her­bergj­um og sjö baðher­bergj­um, og enginn þarf að hafa áhyggjur af því að vakna í spreng um miðja nótt og komast ekki á klósettið, því miklar líkur eru á því að allavega eitt baðherbergjanna tíu sé laust.

- Auglýsing -

Þess má geta að arkitektinn Sigurður Guðmundsson teiknaði húsið sem var reist árið 1933. Sigurður er risastórt nafn í arkitektasögu/byggingarlistarsögu Íslands og hann teiknaði húsið við Sóleyjargötu 29 fyrir Thor Thors, en Thor var sendiherra í Bandaríkjunum og fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Thor Thors.

Sigurður teiknaði einnig – meðal annarra húsa – árið 1929 fyrsta íbúðarhús hér á landi eftir hugmyndum módernismans; hús Ólafs Thors í Garðastræti 41, en bygging þess markaði tímamót í íslenskri húsagerðarsögu.

Garðastræti 41 eins og það leit upphaflega út.

Sigurður Guðmundsson var annar í röð þeirra Íslendinga sem fyrstir nutu háskólamenntunar í upphafi aldarinnar, næstur á eftir frumherjanum Guðjóni Samúelssyni.

Sigurður Guðmundsson

En þá aftur að eigninni Sóleyjargötu 29.

Það er Fold fasteignasala sem „kynnir til sölu eða í langtímaleigu: Rúmlega 400 fermetra einbýlishús á besta stað við Sóleyjargötu 29 í 101 Reykjavík. Húsið er mjög virðulegt með tíu svefnherbergjum, þar af fimm herbergi með sér baðherbergi inn af herberginu með sturtu og salerni. Önnur herbergi með aðgangi að uppgerðum baðherbergjum. Góð lofthæð er í húsinu.“

Eignin Sóleyjargata 29 stendur á sjöhundruð og sextíu fermetra eignarlóð og er steinsteypt; var byggt árið 1933.

Eins og við má búast í svona stóru, rándýru og sögufræga húsi er all­ur frá­gang­ur fyrsta flokks á heim­il­inu – sem er afar stíl­hreint, fal­legt og hreinlega glæsilegt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -