Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Húsleit gerð á heimili Karls Wernerssonar: „Ég hef setið í fangelsi og verið á áfangaheimili“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar sem og heimili fjölskyldumeðlima hans og heimili fleiri einstaklinga tengdum Karli. Kemur þetta fram í tilkynningu sem Karl sendi á fjölmiðla.

Í yfirlýsingunni segist Karl vera búinn að fá nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ Segist hann hafa hingað til haldið sér til hlés í fjölmiðlum varðandi þessar ofsóknir. „Ég hef hingað til ákveðið að halda mig til hlés í fjölmiðlum hvað varðar ofsóknir yfirvalda á hendur mér vegna meintra bókhaldsbrota árin fyrir hrun. Mál vegna þessa hafa nú tekið 14 ár á þessu ári með viðeigandi óvissu fyrir alla aðila. Á þeim tíma hafa fallið dómar og áfrýjanir hafa orðið að frekari dómum. Ég hef setið í fangelsi, verið á áfangaheimili og verið í stofufangelsi.“

Karl vísar í mál sem hann sigraði nýverið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu en þar var brot íslenska ríkisins viðurkennt í máli þar sem Karl var dæmdur til vistunar í fangelsi. Var það eitt af eftirhruns málunum en Karl var umsvifamikill í viðskiptalífinu á árunum fyrir hrun.

„Í kjölfar þessarar niðurstöðu hjá Mannréttindadómstól Evrópu og Endurupptökudómi og í kjölfar þess að sakamálið er aftur komið til meðferðar hjá Hæstarétti, virðist yfirvöldum þykja viðeigandi að hefja ofsóknirnar upp á nýtt með húsleit á heimili mínu, vinnustað mínum og heimili fjölskyldumeðlima ásamt fleiri aðilum,“ segir Karl í yfirlýsingunni.

Í málinu náðist sátt og viðurkenndi íslenska ríkið óréttláta málsmeðferð í dómum sem Karl og fjórir aðrir einstaklingar fengu í kjölfar hrunsins 2008. Mannréttindadómstóll Evrópu felldi málið niður þar sem íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða bætur til fjórmenninganna. Fá þau Sigurjón Þorvaldur Árnason, Ívar Guðjónsson, Sigurþór Charles Guðmundsson, Margrét Guðjónsdóttir ásamt Karli, greiddar 1,8 milljónir í bætur.

Ástæðuna fyrir húsleitunum telur Karl vera þá að verið sé að aðstoða þrotabú sitt vegna mála sem það reki í dómskerfinu um þessar mundir. Þá efast hann að um tilviljun sé að ræða að sakamálarannsókn sé hafin sem byggð er á eldri kæru aðeins nokkrum dögum fyrir dómsúrskurð í einkamáli þessu tengdu.

- Auglýsing -

„Ekki er talið nóg að þrotabúið reyni að sækja fjármuni heldur ákveður yfirvaldið að rétt sé, þegar von er á dómi á næstu dögum, að hefja sakamálarannsókn. Er þörf á húsleit vegna viðskipta sem eru 8 ára gömul? Eða er kannski verið að reyna að hafa áhrif á dómara sem eru þessa dagana að kveða upp dóm? Eru mannréttindi bara sumra en ekki annarra? Hvenær sættir yfirvaldið sig við að tilefnið var ekkert og nú sé nóg komið af stöðugum inngripum inn í líf fólks? Eru 14 ár í ofsóknum ekki nóg?“

Ekki náðist í Karl við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -