Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Hussein Hussein og fjölskylda hans eru komin á nýjan leik til Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að brottvísun íraska hælisleitandans, Hussein Hussein og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt; staðfestir Claudia Wilson, lögmaður Husseins, þetta í samtali við fréttastofu Vísis.

Þarmeð hefur niðurstaða kærunefndar útlendingamála um brottvísun fjölskyldunnar verið felld úr gildi; íslenska ríkið getur áfrýjað niðurstöðunni úr héraði til Landsréttar.

Hussein Hussein var meðal 15 hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi í nóvember og flogið til Grikklands með valdi í skjóli nætur.

Fram hefur komið að Hussein Hussein þarf að nota hjólastól; gagnrýndu margir hér á landi hvernig staðið var að framkvæmdinni.

Eins og áður var nefnt þáfóru Hussein Hussein og fjölskylda hans í mál við Útlendingastofnun sem og íslenska ríkið og hrósuðu sigri í héraði.

Claudia Wilson lögmaður fjölskyldunar segir Hussein Hussein og fjölskyldu hafa komið til landsins um helgina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -