Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hvað myndi breytast hjá þér ef þú hlustaðir á hvað kynhvötin þín hefur raunverulega að segja?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég ákvað að rannsaka andlega hlið kynlífs svo ég gæti kafað dýpra ofan þessa unaðstengdu kennslu,“ segir Birna M. Gustafsson, kynfræðingur hjá Losta, í samtali við Mannlíf. Birna fer yfir ýmiss konar tækni tengda kynlífi, en segir að lykilatriðið sé að njóta sín.

„Það getur verið erfitt að einbeita sér að unaði þegar hugurinn vill vera annars staðar – stundum erum við ekki að hugsa um neitt sértækt, en tengslin við líkamann eru ekki til staðar. Stundum er það ekki hvað við kunnum í kynlífi, heldur tengslin við okkar sjálf sem kynverur sem er ástæðan fyrir því að kynlíf okkar er ekki nóg eða fullnægjandi.“

Losti var opnuð árið 2019 sem vefverslun með kynlífsleikföng og veftímarit með fræðsluefni og erótískum sögum. Ári síðar var opnuð verslun Losta í Borgartúni, sem hefur verið starfrækt hvort tveggja sem verslun með leiktæki ástarlífsins og glæsilegt kynlífssetur.

Samfélagsleg ábyrgð að fræða

„Losti hefur alltaf einblínt mjög mikið á fræðslu og mér finnst það persónulega samfélagsleg ábyrgð mín að fræða, en ekki bara að selja vörur. Frá upphafi var ég einmitt spenntust fyrir því að bjóða upp á unaðsmiðaða fræðslu,“ segir Saga Luvia Sigurðardóttir, eigandi Losta.

„Það vita flestir hvernig kynlíf virkar anatómíulega séð, svona nokkurn veginn, en oft gleymist að tala um unaðinn, gefa honum pláss, læra að biðja um og gefa samþykki og fjarlægja skömmina sem tengist kynlífi. Ég þreytist seint á því að segja fólki að það megi fróa sér, kynlíf má vera gott og þér má líða vel. Þú mátt njóta kynlífs!“

- Auglýsing -

Mindful Sexuality (meðvituð kynhneigð) er námskeið sem Birna M. Gustafsson kynfræðingur hefur verið að kenna í Losta, en hún segist einblína á fræðslu fyrir alls konar kynlíf. Á námskeiðum hennar ræðir hún um unaðstengd mál eins og munnmök eða píkunudd, svo einhver dæmi séu tekin.

Á námskeiðinu eru settar fram æfingar fyrir fólk sem á í erfiðleikum með að tengjast líkamanum. Þátttakendur eru leiddir í gegnum æfingarnar sem byggðar eru upp á öndunaræfingum, hugleiðslu og jarðtengingu. Birna gefur góð ráð til að jarðtengjast í daglegu lífi og hvernig á að nota þessi tækni til að njóta betur kynlífsins.

„Ég tala líka um hvernig á að nota sjálfsfróun til að styrkja enn betur jarðtengingu í kynlífi, sem er einstaklega hjálplegt fyrir fólk sem býr jafnvel að áfallasögu tengdri kynlífi.“

- Auglýsing -

Hvað hefur kynhvötin þín raunverulega að segja?

Birna ræðir um það hvaða ímynd maður hafi af sjálfum sér sem kynveru. Hún telur að oftast passi þessi ímynd ekki við það hvernig maður upplifir sig í daglegu lífi. Ert þú að stynja út af unaði, eða til þess að gleðja makann? Hvernig upplifir þú raunverulega gott kynlíf og finnst þér þú vera að einblína um of hvernig kynlíf „á“ að vera? Hvað myndi breytast hjá þér ef þú hlustaðir á hvað kynhvöt þín hefur raunverulega að segja? Þetta eru pælingar hjá Birnu, mál tengd kynlífinu sem hafa gefið henni sjálfri góða reynslu í eigin kynlífi og sem kynfræðingur.

„Snerting er stór partur af Mindful Sexuality og hvernig við sköpum unaðsfulla snertingu skiptir máli. Birna talar um tækni til að dýpka andleg tengsl og snertingu. Hún einblínir á það hvernig maður nálgast líkama sinn og snertir hann. Þessar pælingar eru oftast hugsaðar sem sjálfsagt mál þegar ég útskýri þær, en eru oftast stærsta breytingin í kynlífi fólks. Næst þegar þú ferð t.d. í sturtu mæli ég með því að þú njótir hverrar einustu snertingar, og ekki bara til þess að þrífa líkamann. Tengslamyndun við líkamann og snertingu þarf ekki alltaf að vera kynlífstengd til þess að skapa unað og vellíðan. 

Á námskeiðinu Mindful Sexuality fá allir dagbók með upplýsingum varðandi þau verkefni sem ég vil að þau vinni betur í. Í þessari bók eru allar æfingarnar sem ég fer yfir í tímanum, plús fleiri til þess að fara með heim og gera tilraunir með uppi í rúmi … skriflegar æfingar, snerting, nudd, og já, – líka sjálfsfróunar-tips. Námskeiðin eru bæði fyrir einstaklinga og pör. Það er alltaf hægt að finna nýja nánd, hvort það sé með sjálfum sér eða öðrum.

Frábærar viðtökur

„Námskeiðin hafa verið ótrúlega vinsæl. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og ég er ofboðslega ánægð og þakklát fyrir það. Fólk er augljóslega mistilbúið að mæta á svona kynlífsnámskeið og því miður eru einhverjir sem láta feimni og annað slíkt halda aftur af sér. Margir hafa jafnvel sagt að þeir hafi næstum hætt við að mæta. En enn sem komið er, hefur enginn séð eftir því að hafa mætt. Það mikilvægasta er að mæta með opinn hug og dæma ekki fyrirfram. Við leggjum alltaf upp úr því að öllum líði vel og að fólk sé fyrst og fremst að skemmta sér. Fólk er greinilega mjög forvitið og hefur gaman af þessu. Það er ótrúlega misjafnt hvað hver og einn tekur með sér heim eftir svona námskeið, en það hafa allir gaman af því að kíkja og læra eitthvað nýtt.“

 

Losti kynlífstækjaverslun og kynlífssetur er í Borgartúni 3. Nánari upplýsingar á losti.is og Instagram: losti.is.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -