Sunnudagur 12. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Þórdís líka smituð og bætist í hópinn með Bjarna og Áslaugu Örnu: „Möndlugjöfin var Partý Skellur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Við fjölskyldan ætluðum að verja jólunum með ömmum og öfum hér heima en þegar fjölskyldumeðlimir fóru að greinast með Covid-19 fórum við saman fjögur í einangrun enda jólin á næsta leiti, börnin ung og við erum nú rúmlega hálfnuð með þann tíma,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, meðlimur í Sjálfstæðisflokknum og nýskipaður utanríkisráðherra. Hún bætist þar með í hópinn með Bjarna formanni og Áslaugu Örnu ráðherra.
Bætir við:
„Við erum öll einkennalaus og fullfrísk og öll með Covid. Skjátími hefur verið langt umfram almennar reglur á heimilinu. Vinnufundir vegna Covid eru fjarfundir og sem betur fer fengu allir nýjar bækur í jólagjöf og möndlugjöfin var Partý Skellur svo það er hlegið yfir því – og kettinum Ronju sem flækir sig í kastölunum sem við byggjum.“
Hún segir að „í umræðunni í dag sé ég að hjartalæknirinn frægi, Tómas Guðbjartsson, snýr út úr orðum mínum í pistli sem ég skrifaði í Kjarnann um jólin. Í pistlinum sagði ég að mannréttindi mætti ekki skerða til langframa vegna álags á heilbrigðiskerfið.
Ég stend innilega og algjörlega við þá afstöðu mína,“ segir Kolbrún utanríkisráðherra og heldur áfram:
„Þarna er lykilorðið „til langframa“ – og ég trúi að það geti verið ágæt samstaða um það markmið.
Vonandi komumst við fljótt á þann stað að geta átt yfirvegað og innihaldsríkt samtal um þessi mikilvægu og flóknu viðfangsefni. Þau eru því miður ekki líkleg til þess að leysast af sjálfum sér á næstunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -