Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Hvar mátt þú tjalda?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á komandi vikum ætlum við mörg hver í útilegu á okkar undurfagra Íslandi. Hvort heldur sem til stendur að gista í tjaldi, fellihýsi, húsbíl eða hjólhýsi er gott að hafa í huga að þótt við eigum þetta land öll saman má sannarlega ekki slá upp útilegubúnaði hvar sem er. Vissulega eru til sérstök tjaldsvæði þar sem greitt er fyrir tjaldstæði og þjónustu og greinargóðar upplýsingar um þau svæði er til dæmis að finna hér.

Sú regla gildir að óheimilt er að hafa næturgistingu í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda eða rétthafa lands hafi verið fengið.

Þetta er almenna reglan um tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Um tjöld gilda aðeins aðrar reglur en þegar ætlunin er að tjalda utan hefðbundinna tjaldsvæða ber að taka mið af núgildandi lögum um náttúruvernd en þá má tjalda:

  • Við alfaraleið í byggð má tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi sé tjaldsvæði ekki í næsta nágrenni [og landeigandi hefur ekki takmarkað eða bannað aðgang að svæðinu með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl þeirra innan svæðisins].
  • Við alfaraleið í óbyggðum, þá hvort heldur sem er á eignarlandi eða þjóðlendu.
  • Utan alfaraleiðar hvort heldur sem á eignarlandi eða þjóðlendu nema annað sé tekið fram í sérreglum sem gætu gilt um svæðið.

Þá kann maður að spyrja sig hvenær sé tilefni til að biðja landeiganda um leyfi til að tjalda. Jú, það er samkvæmt lögunum þegar:

  • Til stendur að tjalda nærri mannabústöðum eða bæ.
  • Um er að ræða tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis (þ.e. allt annað en hefðbundið tjald eða einfaldlega svefnpoki undir berum himni).
  • Það stendur til að tjalda til fleiri en einnar nætur.
  • Um er að ræða fleiri en þrjú tjöld í þyrpingu.
  • Um er að ræða ræktað land.

Það má ekki gleyma að til eru friðlýst svæði þar sem ekki má planta niður tjaldi og sé maður í vafa er tafla yfir þá staði á vef Umhverfisstofnunar.

Þótt varla þurfi að taka það fram skal nú samt minnast á að aldrei skyldi aka utan vega og að sjálfsögðu ekki valda skemmdum á vettvangi, eins og segir í lögunum góðu.

- Auglýsing -

Skoðum landið okkar með ánægju og af ábyrgð þannig að það verði jafn fagurt heim að sækja næsta sumar!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -