Tjald, nýr upplýsingavefur Bliku um tjaldsvæði, var tekinn í notkun á dögunum. Á vefnum www.blika.is/tjalda má finna tjaldsvæði og raða leitarniðurstöðum til dæmis eftir veðri og aðstöðu.
Síurnar sem hægt er að velja eru landshlutar, hvort megi hafa hunda á svæðinu, hvernig síma- og netsamband er á svæðinu, hvort heitt vatn og rafmagn sé eða sturta. Mjög góðar og gagnlegar síur fyrir ferðalanga.
Lýsingar á landslagi og áhugaverða staði í nágrenni tjaldsvæðisins er oft að finna sem og upplýsingar um þá þjónustu sem er hægt að sækja í nágrenninu. Skemmtilegt er að á síðunni eru ítarlegar veðurspár fyrir hvern stað en vefurinn Blika er einmitt veðurspákerfi sem leitast við að birta spár fyrir staði eftir óskum notenda. Gerðar eru staðspár í þéttu reiknineti fyrir allt landið.
Önnur ljómandi góð síða er Tjalda.is og þar er einnig að finna gagnlegar upplýsingar um hvar hægt er að tjalda, verð og allt sem ferðalangurinn þarf að vita um svæðin.