Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík, svokallað Vogabyggð. Pálmatréin eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sander.
Pálmatré Karinar bar sigur úr býtum í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Niðurstaða dómnefndar var kynnt í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í gær. Listaverkið kostar 140 milljónir. En hver er Karin Sander?
Karin Sander er fædd árið 1957. Hún býr og starfar í Berlín og Zurich,
Karin stundaði nám við Listaháskólann í Stuttgart.
Karin vinnur aðallega með skúlptúra, innsetningar og ljósmyndir.
Karin hefur tekið þátt í samsýningum víða um heim, meðal annars í MOMA í New York, Guggenheim-safninu í New York, í Listasafni Reykjavíkur og í MOMA í San Francisco.
Hún hefur einnig haldið fjölda einkasýninga, meðal annars í Lehmbruck safnið í Duisburg og í Centro Galego á Spáni svo dæmi séu tekin.
Frá árinu 1999 til ársins 2007 starfaði hún sem prófessor við Weissensee School of Art í Berlín.
Karin hefur hlotið viðurkenningar og ýmis verðlaun fyrir verk sín, meðal annars Hans Thoma verðlaunin árið 2011.
Myndir af eldri verkum Karinar má sjá á vef hennar.
Mynd / karinsander.de