Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hver er Lash­ana Lynch?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlit er fyrir að leikkonan Lash­ana Lynch muni taka við dulnefninu 007 í næstu James Bond-kvikmynd.

 

Aðdáendur myndanna um breska njósnarann James Bond ættu kannski að leggja nafnið Lashana Lynch á minnið því samkvæmt heimildum The Guardian mun hún taka við númeri James Bond, 007, í næstu Bond-mynd, þeirri 25 í röðinni. Hún mun þó ekki fara með hlutverk James Bond heldur taka við dulnefni hans þegar Bond sest í helgan stein.

Lashana Lynch heitir fullu nafni Lashana Rasheda Lynch. Hún er bresk, fædd í London í nóvember árið 1987. Lashana á rætur sínar að rekja til Jamaíka en er uppalin í London.

Hún er útskrifuð frá Arts Educational Schools í London með bakkalárgráðu í leiklist.

Hún kom fyrst almennilega fram á sjónarsviðið í leiklistarheiminum þegar hún lék í kvikmyndinni Fast Girls árið 2012. Áður hafði hún farið með lítið hlutverk í þáttunum The Bill.

Síðan þá hefur Lashana leikið í ýmsum þáttum og kvikmyndum, til dæmis fór hún með hlutverk í nýju ofurhetjumyndinni Captain Marvel.

- Auglýsing -

Nýjasta Bond-myndin kemur út snemma á næsta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -