Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Hver er munurinn á kvefi og flensu?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú stendur veturinn sem hæst og tekur ein pest við af annarri. Það er eðlilegt að fá kvef á veturna, en sumir eru svo óheppnir að fá líka flensu sem er heldur óþægilegri vetrargestur.

Við ákváðum að kíkja á muninn á kvefi og flensu, en hann er nefnilega talsverður.

Eins og þruma úr heiðskýru lofti

Kvefið er þannig gert að það byrjar hægt, þannig að maður hefur nægan tíma til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana.

Hins vegar gerir flensan ekki boð á undan og sér og hellist mjög snögglega yfir sjúklinginn, eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Hár hiti fylgir flensunni

Einkenni kvefs í fyrstu eru óþægindi, kláði og særindi í hálsi. Þá fylgja hnerri, nefrennsli og jafnvel rennvot augu. Yfirleitt fylgir kvefi ekki hækkaður hiti en ef einhver hitahækkun verður er hún væg.

Flensunni fylgir hiti sem getur farið uppí 39 til 40°C. Þá einkennir flensuna beinverkir, höfuðverkur og sár, djúpur hósti.

Kvefið gengur yfir á nokkrum dögum

Kvef gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum og varir oftast ekki lengur en viku.

- Auglýsing -

Flensan gengur yfir á fimm til átta dögum, þó slappleiki og hósti geti varað lengur.

Langvarandi hósti eða lungnabólga

Fylgikvillar kvefs geta verið eyrnaverkur, langvarandi hósti og kinnholubólga. Þá þarf að leita til læknis til að fá viðeigandi meðferð.

Alvarlegri fylgikvillar flensunnar eru lungnabólga og þá þarf einnig að leita til læknis varðandi meðferð og lyf.

- Auglýsing -

Dregið úr vanlíðan

Engin lækning er við kvefi og því mikilvægt að draga úr einkennum og vanlíðan. Gott er að hvílast vel og draga úr álagi, sem og að drekka heita drykki, svo sem sítrónuvatn. Hálstöflur og hóstasaft geta gert kraftaverk við að draga úr ertingu í hálsi og mikilvægt að snýta sér reglulega.

Þegar barist er við flensu er nauðsynlegt að hafa hitastillandi lyf við hendina, til dæmis Paratabs og hóstastillandi mixtúru. Þá skiptir hvíld og svefn miklu máli og hægt að leita allra ráða til að minnka vanlíðan á meðan flensan gengur yfir, til dæmis með því að innbyrða mikið af C-vítamíni.

Heimild: doktor.is

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -