Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Matarsóun er umfangsmikið vandamál sem snýr ekki aðeins að sóun matvæla heldur einnig sóun á fjármunum og auðlindum jarðar auk þess að hafa í för með sér mikla losun.
Á síðastliðnu ári framkvæmdi Umhverfisstofnun ítarlega rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi og tóku 90 heimili þátt.
Niðurstöðurnar má sjá í ársskýrslu stofnunarinnar er samkvæmt þeim má áætla að 90 kílóum sé sóað á heimilum (per einstakling) sem er sambærilegt því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum.
Skiptist þetta þannig niður:
Nýtanlegur matur nemur 19,7 kg, ónýtanlegur úrgangur 25,1 kg, matarolía 5,1 kg og vökvi 40,4 kg. Samtals gera þetta 90,3 kg á hvern og einn en heildarsóun á Íslandi var 32.785 tonn.