Glúmur Baldvinsson hefur áhuga á fótbolta og veit ýmislegt um þá göfugu íþrótt. Hefur skoðanir og tjáir þær:

„Hver þarf svefntöflu þegar horft er á Ítali spila fótbolta?“
Glúmur hélt sér ekki vakandi yfir leik Ítala og Albana á EM sem fram fer í Þýskalandi þessa dagana og vikurnar:
„Sjálfur hrýt ég og dotta sem er afar ólíkt mér þegar kemur að fótbolta.“
Glúmur segir það afar óvenjulegt:
„Þá er ég undir öllum eðlilegum kringumstæðum trylltur og í froðufellandi geðrofi.“
Glúmur segir Ítalina vera leiðinlegri en heilan þingflokk hér á landi:
„En ó nei, ekki þegar Ítalir mæta til leiks. Leiðinlegri en allur þingflokkur Pírata talandi samtímis.“