Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Hver tók tappann úr Hvaleyrarvatni!? Vatnið er að hverfa“ – Sjáðu gríðarlegan muninn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásta Lóa Þórisdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi fyrir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi, vakti athygli á ástandinu á Hvaleyrarvatni á Facebook síðu sinni nýverið, en það stór sér á þessu helsta útivistarsvæði Hafnfirðinga, eins og meðfylgjandi myndir neðst í greininni, sýna.

Ásta Lóa segir í stöðuuppfærslu sinni: „Hver tók tappann úr Hvaleyrarvatni??!!  Vatnið er að hverfa. Ég veit lítið um jarðfræði en velti fyrir mér hvort jarðskjálftar og gos hafi valdið einhverjum breytingum þannig að vatnið sé að hverfa alveg Munurinn á nokkrum mánuðum er a.m.k. sláandi. Hér eru myndir sem ég tók í kvöld og svo nokkrar frá því í fyrra, þá var þetta vatn en núna er þetta eitthvað annað. Þið verðið ekki í vandræðum með að sjá muninn á myndunum“.

 

Stutt síðan reynt var að fylla á vatnið

Það er ekki nema mánuður síðan dælt var vatni út í Hvaleyrarvatn í þeim tilgangi að bæta ásýnd þess. Stór sá þá á svæðinu og lækkað hafði talsvert í yfirborði vatnsins. Uppistaða vatnsins er grunnvatn á svæðinu en talið er að ástand þess sé svona vegna mikilla þurrka í vor. Þetta hefur ekki gerst í mjög mörg ár og sumir segja að vatnið hafi aldrei verið svona.

Myndirnar hér að neðan sem Ásta Lóa tók eru teknar eftir að Hafnafjarðarbær tók sig til og dældi vatni í vatnið, svo ekki hefur það skilað tilætluðum árangri ef marka má myndirnar. Það eru einnig myndir sem Ásta Lóa tók í október 2020 af Hvaleyrarvatninu svo munurinn sést gríðarlega vel.

- Auglýsing -

Þessar myndir tók Ásta Lóa í gærkveldi 26. júlí 2021 :

 

- Auglýsing -

Þessar Myndir tók Ásta Lóa í október 2020 :

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -