Enn ein birtingarmynd þess að margir Rússar eru á móti innrás rússneska hersins inn í Úkraínu, kom fram í dag. Hverfisstjórn Jakímanka hverfisins í miðborg Moskvu, fordæmir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Kemur þetta fram í sameiginlegri yfirlýsingu.
Í yfirlýsingunni eru aðgerðir stjórnvalda fordæmdar og segir ennfremur að Putin forseti spilli bræðrasambandi þjóðanna tveggja, steypa Rússlandi aftur um aldir og færa heiminum nær þriðju heimstyrjöldinni. „Þetta er svartur blettur á sögu landsins okkar,“ segir í yfirlýsingunni.
Bæjarfulltrúar hverfisins fara aukreitist yfir þær neikvæðu afleiðingar sem refsiaðgerðir þjóða heims hafa haft á hagkerfi Rússlands, í yfirlýsingunni. Nefna þeir sem dæmi að virði hlutabréfa í kauphöll Moskvu hafi dregist saman um helming.
Rússar eru beðnir um í yfirlýsingunni að taka þátt í mótmælum gegn stríðinu og standa saman gegn stjórnvöldum.
Þá eru Rússar beðnir um að taka þátt í mótmælum gegn stríðinu og standa saman gegn stjórnvöldum. „Við biðlum til landsmanna að gera sér grein fyrir því að þetta er allsherjar styrjöld, ekki sértæk hernaðaraðgerð.“
Rúv sagði fyrst frá þessu.
The municipal council of Yakimanka district in the heart of Moscow, literally facing the Kremlin, condemns Putin’s war on Ukraine in a statement that describes Russia as an aggressor state, dubs the war annexationist and calls for antiwar protests. Adopted anonymously. pic.twitter.com/jpqCCaAzCn
— Leonid Ragozin (@leonidragozin) February 28, 2022