Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hafi horft „í forundran á fréttaflutning Rúv og fleiri af eineltismáli og afleiðingum þess fyrir þolanda í gær. Hvernig dettur fréttastofu í hug að fara fram með þessum hætti? Að mæta heim til 12 ára stúlku og móður hennar daginn eftir þeirra allra versta dag. Þar sem allur heimur þeirra er í uppnámi. Umfjöllunin brýtur allar reglur um hvernig fjalla skuli um sjálfsvíg.“
Hún telur að „siðanefnd Blaðamannafélagsinss ætti að fjalla um þennan fréttaflutning. Ábyrgð ritstjórna er mikil. Ég vona að samfélagið í Hafnarfirði taki höndum saman í að vinna með þetta mál,“ skrifar Sigurþóra og bætir við:
„Vona að Ísabella og mamma hennar fái allan þann stuðning sem þær þurfa. Hvet alla foreldra að ræða við börnin sín um afleiðingar ofbeldis og eineltis. Það er mikilvægt að fjalla um ofbeldi meðal barna og fjalla um hvernig við sem samfélag ætlum að takast á við það. Hvet öll þau sem slík umfjöllun kveikir erfiðar tilfinningar til að leita sér aðstoðar, ræða við foreldra eða aðra sem þið treystið. Píetasíminn, hjálparsími Rauða krossins, við í Berginu fyrir 12-25 ára. Ekki sitja ein.“