Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hvers vegna var mögulegur þáttur elskhuga Guðnýjar ekki kannaður?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í viðtali við Mannlíf á föstudaginn tjáir Erla Bolladóttir sig um þættina Skandall sem nú eru til sýningar hjá Sjónvarpi Símans. Hún furðar sig á hve illa lögreglan í Keflavík stóð að rannsókninni við hvarf Geirfinns.

„Þegar Geirfinnur hvarf í nóvember 1974 fór fljótlega að bera á orðrómi sem barst frá rannsóknaraðilum um að Klúbbsmenn væru viðriðnir hvarf hans. Samt var ekkert sem tengdi þá við Geirfinn eða Keflavík. Lögreglan reyndi jafnframt mikið að blanda einhverjum spíramálum inn í rannsóknina. Það sem vekur hins vegar athygli er að ekkert spírasmygl var til rannsóknar á þessum tíma samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar í Keflavík sem birtist í fjölmiðlum 14. janúar 1975, tveimur mánuðum eftir hvarfið,“ segir Erla í viðtali við Mannlíf og heldur áfram: „Þar segir að rúmum þremur vikum eftir hvarfið hafi lögreglu verið það ljóst að engin tengsl voru á milli Geirfinns og spíramála. Þessu geta allir flett upp sem vilja.“

„Hann virðist þar reyndar vera að reyna að koma sér undan spurningunni um hvers vegna lögreglan kannaði ekki mögulegan þátt elskhuga Guðnýjar Sigurðardóttur, eiginkonu Geirfinns.“

Hún segir að enn virðist menn þó leggja sig fram við að viðhalda slíkum tengslum í hugum fólks. „Nú síðast Haukur Guðmundsson, fyrrum lögreglumaður í Keflavík, í þáttunum Skandall. Hann virðist þar reyndar vera að reyna að koma sér undan spurningunni um hvers vegna lögreglan kannaði ekki mögulegan þátt elskhuga Guðnýjar Sigurðardóttur, eiginkonu Geirfinns, þar sem hann ber því við að rannsóknaraðilar hafi ekki haft tíma til að kanna fjarvistarsönnun svo grunsamlegs aðila vegna anna við spíramál. Þarna er um hrein ósannindi að ræða.“

Í viðtalinu kemur fram að Erla sé greinilega hugsi yfir því með hvaða hætti rannsóknin í Keflavík var unnin og bendir á að seinna hafi Haukur, lögreglumaður í Keflavík, hlotið dóm í máli Guðbjarts Pálssonar leigubílstjóra.

„Haukur fékk dóm fyrir að koma fyrir sönnunargögnum og handtaka Guðbjart á fölskum forsendum. Þetta eru óskyld mál en að mínu mati nákvæmlega sama aðferðafræði og Haukur notaði þegar hann lét Magnús Gíslason, teiknara hjá tæknideildinni í Keflavík, fá ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni, framkvæmdastjóra Klúbbsins, og sagði honum að teikna mynd af manninum á ljósmyndinni. Þá teikningu fer hann síðan með til Ríkeyjar Ingimundardóttur skúlptúrista og biður hana um að gera eftir henni leirstyttu. Styttuna notaði hann svo til þess að láta fólk benda á Magnús Leópoldsson og bendla hann þannig við málið. Þetta sýnir að þeir ætluðu sér að negla Klúbbmenn, hvað sem það kostaði.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -