Laugardagur 26. október, 2024
5.3 C
Reykjavik

Hversu grænn er rafmagnsbíllinn í raun?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helstu rökin fyrir rafmagnsbílum hafa hingað til verið drægni og sú staðreynd að sé allt framleiðslu- og förgunarferlið tekið með í reikninginn séu þeir í raun skaðlegri umhverfinu en sparneytnir bensínbílar. Er þetta rétt?

Rafkerfi rafmagnsbíla er nothæft í bíla þar til virkni þess dettur niður fyrir 80 prósent. Bílaframleiðendur vilja í framtíðinni nýta notuð rafkerfi sem aflgjafa fyrir heimili.

Svarið er einfaldlega: Nei. Þetta var ef til vill raunin í árdaga rafmagnsbílsins en með framleiðsluaðferðum dagsins í dag er rafmagnsbíllinn alltaf betri kostur ef huga á að umhverfinu.
Reyndar er bensínbíllnn umhverfisvænni í framleiðslu en rafmagnsbíllinn og munar þar mestu um batteríið sjálft. Fyrir hvern bensínbíl fellur að jafnaði til 5,6 tonn af CO2, en 8,8 tonn fyrir sambærilegan rafmagnsbíl. Af þessum 8,8 tonnum verða rúm fjögur tonn til bara við framleiðslu betteríanna.
Þá er bíllinn kominn á götuna og byrjar að eyða rafmagni. Hérna flækjast málin eilítið vegna þess að það fer algjörlega eftir því hvaðan bíllinn fær rafmagnið hversu umhverfisvænn hann er. Fyrir okkur Íslendinga, sem tróna á toppnum ásamt Paragvæ er kemur að grænni orku frá vatsföllum, er þetta aldrei spurning. Rafmagnsbíllinn skilar vel undir helmingi minni CO2 út í andrúmsloftið en bensínbíllinn, jafnvel einungis einum þriðja, að meðtöldu framleiðsluferlinu.
Sé litið til landa þar sem raforkan kemur fyrst og fremst frá jarðefnaeldsneyti, það er kolum, olíu og gasi, er útkoman ekki jafngóð. En jafnvel þá, til dæmis á Indlandi þar sem kolefnisfótsporið er fimm sinnum meira fyrir hverja kílóvatt stund en hér, fer rafmagnsbíllinn ekki hærra en í 80 prósent af CO2-mengun á við sambærilegan bensínbíl.

Tækninni fleygir fram svo forskot rafmagnsbílsins verður sífellt betra. Ekki bara út frá umhverfissjónarmiðum, heldur einnig þeim hagfræðilegu.

Þá er komið að því að farga bílnum. Ekki er haldið lengur upp á batterí rafmagnsbíla þegar það er komið niður fyrir 80 prósent. Drægnin verður einfaldlega of lítil.
Þá þarf nýtt batterí og það gamla fer í förgun. Það sem fyrst og fremst letur fyrirtæki að endurvinna batteríiin, og verðmæta málma innan þess eins og kóbalt, nikkel og liþíum, er kostnaður. Ferlið er flókið og í dag miðast það fyrst og fremst við að ná í kóbaltið. Liþíumið verður eftir.
Miðað við tækni dagsins í dag er lausnin samt sem áður í sjónmáli. Magn. Eins öfugsnúið og það hljómar þarf einfaldlega meira magn af betteríum til þess að það borgi sig bæði umhverfis- og efnahagslega. Og þetta magn er á leiðinni því flestir bílaframleiðendur heims eru að rafvæðast. Volkswagen ætlar að selja einungis tvinn- eða rafmagnsbíla árið 2030 og Volvo bætir um betur og setur sér sömu markmið fyrir árið 2019.

Eins öfugsnúið og það hljómar verður hagkvæmara að endurvinna batterí rafbíla eftir því sem fleri af þeim enda á haugunum södd lífdaga.

En endurvinnsla er ekki eina svarið. Endurnýting batteríanna er hugmynd sem heillar marga. Eitt af vandamálum bílabattería er að þau þurfa að vera gríðaröflug en mega ekki vera of stór. En ef pláss er ekki vandamál lengur er hægt að nýta batteríið mun lengur en bara í 80 prósent. Tvö batterí í kjallara, geymslu eða úti í skúr, tengd við sólarpanel geta séð heimili fyrir allri þeirri orku sem það þarf. Orkunýtnasta sólarsellan í dag nær að fanga tæp 22 prósent af orku sólarinnar og er sú tala á stöðugri uppleið. BMW sér þetta sem sóknarfæri og hefur framleiðandinn gefið það út að öll batterí notuð í þeirra bíla í framtíðinni verði hönnuð sérstaklega með þetta í huga.
Með þessu móti lengist líftíminn og batteríð þarf ekki að fara í endurvinnslu fyrr en þegar það er komið í tæp 40 prósent.

Tækninni fleygir fram svo forskot rafmagnsbílsins verður sífellt betra. Ekki bara út frá umhverfissjónarmiðum, heldur einnig þeim hagfræðilegu.
Rafmagnsbíllinn er framtíðin. Hann er meira að segja nútíðin. Sérstaklega fyrir okkur Íslendinga með alla okkar grænu orku.

Aðalmynd: Okkur dreymir um að geta keyrt með góða og græna samvisku. Hér á Íslandi eigum við raunhæfan möguleika að geta það. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -