Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hvetja starfsfólk sitt sem getur til að skrá sig í bakvarðasveitina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólk Arion Banka sem hefur viðeigandi menntun hefur verið hvatt til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Starfsfólk er áfram á fullum launum hjá bankanum á meðan það leggur sitt af mörkum innan heilbrigðiskerfisins.

Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, staðfestir þetta í samtali við Mannlíf. Hún segir bankann hafa fyrir helgi hvatt starfsfólk bankans sem hefur heilbrigðismenntun að skrá sig. „Okkur þykir tilvalið að hvetja þetta fólk til að bjóða fram krafta sína ef það hefur tök á.“

Spurð út í hvort margir starfsmenn Arion banka séu með heilbrigðismenntun segir Helga: „Þetta eru kannski ekkert margir en í svona stóru fyrirtæki eins og Arion banki er þá leynist alltaf fólk með fjölbreyttan bakgrunn.“

Frá upplýsingatæknisviði yfir á öldrunardeild

Hjúkrunarfræðingurinn og tölvunarfræðingurinn Kristrún Louise starfar á upplýsingatæknisviði Arion banka og hefur gert frá febrúar 2019 Hún hefur nú skráð sig í bakvarðasveitina og var kölluð til vinnu á öldrunardeild Landakots.

„Ég útskrifaðist úr hjúkrun 1999 og vann á gjörgæslu og vöknun á Landspítalanum Hringbraut allan minn starfsferil sem hjúkrunarfræðingur. Hætti endanlega í september 2015 þegar ég fékk vinnu sem tölvunarfræðingur,“ segir Kristrún í samtali við Mannlíf.

„Ég hef bara held ég aldrei á ævinni verið eins þreytt og eftir fyrstu vaktina…“

- Auglýsing -

Kristrún segir afar krefjandi tímabil blasa við. „Það er mjög skrýtið að fara aftur að vinna á spítalanum. Það hefði alveg verið auðveldara að gera þetta ekki. Ég hafði aldrei unnið á almennri deild, svo það var soldið „extra effort“ að fara eitthvað annað en á gjörgæslu. Ég hef bara held ég aldrei á ævinni verið eins þreytt og eftir fyrstu vaktina, samt gerði ég ekki mikið. En þetta er allt að koma – og starfsfólkið á deildinni er mjög þolinmótt við okkur hin.“

Kristrún segist afar þakklát vinnuveitanda sínum og samstarfsfólki fyrir sýndan skilning. „Að sjálfsögðu þurfti ég aðeins að hugsa mig um þó í raun hafi ekki komið til greina að gera það ekki. Ég er í fullri vinnu og var ekki viss hver viðbrögð míns vinnuveitanda og míns yfirmanns væru. En þegar ég fór að tala um þetta, var svarið bara: „Auðvitað gerir þú það sem þú þarft að gera“. Og það sama var að segja um samstarfsfólk mitt í bankanum. Ég hef fengið mjög mikinn stuðning og hvatningu frá samstarfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, yfirmanni og vinnuveitanda, fjölskyldu og vinum. Og það er alveg ómetanlegt.“

View this post on Instagram

Kristrún Louise er hjúkrunarfræðingur sem starfaði til margra ára á gjörgæslu- og vöknunardeild Landspítalans. Hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur árið 2015, í dag starfar hún á upplýsingatæknisviði Arion banka. Vegna ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu útaf COVID19, hvatti bankinn starfsmenn sem höfðu viðeigandi menntun, til þess að hlaupa undir bagga með heilbrigðiskerfinu. Í kjölfar þess ákvað Kristrún að skrá sig í bakvarðasveitina þar sem þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga virtist mikil, það leið ekki langt þangað til að hún var kölluð til starfa á öldrunardeild Landakots. Hún segir að vel hafi verið tekið á móti sér, en á hennar deild eru einmitt fjölmargir aðrir bakverðir sem ýmist eru að koma úr láni frá öðrum deildum innan spítalans eða jafnvel að koma úr öðrum störfum eins og hún. Eins og staðan er núna þá er deildin tvískipt, helmingur sjúklinganna er jákvæður fyrir COVID19 en hinn ekki. Það eru því fjölmargar áskoranir og flókin verkefni sem starfsfólk deildarinnar þarf að takast á við þessa daganna. Það er því mikill fengur fyrir deildina að fá Kristrúnu í þeirra raðir. #hjúkrunarfræðingar2020 #TAKK

A post shared by Hjúkrunarráð Landspítala (@hjukrunarrad2020) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -