Myndlistamaðurinn Ólafur Elíasson gefur ungu kynslóðinni tækifæri til að tala fyrir hönd náttúrunnar í nýju verki, smáforritinu Earth Speakr.
Í verkinu eru loftslagsmál framtíðarinnar í aðalhlutverki. Ólafur hvetur fullorðið fólk til að hlusta á skilaboð ungu kynslóðarinnar sem þau birta með forritinu.
Forritið er fyrir fólk á öllum aldri en það er í höndum barnanna að koma skilaboðum á framfæri og hvetja fullorðna til að breyta til hins betra.
„Börnin búa til skilaboðin, þú sem fullorðinn einstaklingur getur hlustað á skilaboðin,“ segir Ólafur í kynningarmyndbandi um verkið.