Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er ekki sáttur við það sem hann kallar kæruleysi varðandi upplýsingaskyldu í tengslum við ferðaþjónustu og ástandið sem kom upp í íshellinum á Breiðamerkujökli – sem hafði hörmulegar afleiðingar í för með sér.
Segir:
„Mikil mildi er að fólk sem var talið fast í íshellinum á Breiðamerkurjökli var ekki þar. En hvílíkt kæruleysi að hafa ekki upplýsingar um hversu margt fólk fór inn í hellinn.“
Egill nefnir að „fyrir vikið var þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar en fréttir af honum hafa verið fluttar í helstu fjölmiðlum heims – og óhjákvæmilega gríðarlegur viðbúnaður hjá björgunarsveitum.“
Segir að endingu:
„Skelfilegt auðvitað til þess að hugsa að ferðamaður hafi látist í slysinu en annar slasast illa. Þetta er ekki í lagi.“