Camilla, hertogynjan af Cornwall, var gestur í raunveruleikaþættinum MasterChef Ástralía fyrir stuttu. Í þættinum var Camilla spurð hver uppáhaldsmatur Karls Bretaprins, eiginmanns hennar, væri.
„Hann elskar, elskar osta,” sagði Camilla við Gary Mehigan, dómara í MasterChef. „Hann er mikill aðdáandi osts og elskar allt sem varðar osta.”
Hún bætti við að Karl gæti ekki staðist neitt með eggjum með grænmeti.
„Hann elskar það. Þá myndi glitta í bros.”
Camilla talaði einnig um hvaða matvæli væru á bannlista í matarboðum konungsfjölskyldunnar.
„Mér finnst leiðinlegt að segja það en hvítlaukur. Hvítlaukur er bannaður,” sagði Camilla og Gary spurði hvort það væri út af því að fólk væri mikið að tala saman, enda andfýla fylgifiskur hvítlauksins.
„Já, einmitt. Þannig að maður þarf að sleppa hvítlauknum,” sagði Camilla.
Viðtalið við Camillu má sjá hér fyrir neðan:
The Duchess of Cornwall gives us the heads up on what His Royal Highness, The Prince Of Wales likes to eat and what *not* to do in a canapé ? @ClarenceHouse @crispycrackling #MasterChefAU pic.twitter.com/0eOZZeqxfn
— #MasterChefAU (@masterchefau) July 4, 2018