Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-4.7 C
Reykjavik

Hvítur hvítur dagur vann aðalverðlaun Norræna kvikmyndadaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gærkvöldi vann Hvítur hvítur dagur aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck í Þýskalandi, sem haldnir voru í 61 sinn.

 

Ingvar E. Sigurðsson sem leikur aðalhlutverk myndarinnar var viðstaddur og tók á móti verðlaununum. Myndin fer í almenna dreifingu í kvikmyndahúsum í Þýskalandi þann 13. febrúar.

Mynd / laf Mal tooth f.h. hátíðarinnar
© Nordische Filmtage Lübeck

Mikill fjöldi norrænna kvikmynda kepptu um verðlaunin, þeirra á meðal Héraðið eftir Grím Hákonarson, Queen of Hearts eftir May el-Toukhy (sem vann Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í síðustu viku), About Endlessness eftir Roy Andersson og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson. Verðlaunaféð er 12.500 evrur eða um 1.700.000 íslenskra króna.

Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni, The Interfilm Church Prize, ásamt verðlaunafé upp á 5.000 evrur eða um 700.000 íslenskra króna.

Mynd / laf Mal tooth f.h. hátíðarinnar
© Nordische Filmtage Lübeck

Sjá nánari upplýsingar um alla sigurvegara hér og umsagnir dómnefnda hér.

Kvikmyndahátíðin í Lübeck er eina kvikmyndahátíðin í Evrópu sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir ásamt kvikmyndum fráEystrasaltlöndunum og norðurhluta Þýskalands. Þetta árið voru í heildina níu íslensk kvikmyndaverk sýnd á hátíðinni.

- Auglýsing -

Aðrar íslenskar myndir sem hlotið hafa aðalverðlaun hátíðarinnar eru
eftirfarandi:
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson 2018
Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson 2016
Vonarstræti eftir Baldvin Z 2014
Hin Helgu Vé eftir Hrafn Gunnlaugsson 1994

Hvítur, hvítur dagur hefur því hlotið níu verðlaun hingað til, en hún vann nýlega sín þriðju verðlaun í Bandaríkjunum, það er Besta Norræna Kvikmyndin á Alþjóðlegu Norrænu kvikmyndahátíðinni í New York.

Mynd / laf Mal tooth f.h. hátíðarinnar
© Nordische Filmtage Lübeck
Mynd / laf Mal tooth f.h. hátíðarinnar
© Nordische Filmtage Lübeck

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -