Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Hvöttu fulltrúa á héraðsfundi til að ganga út skyldi fyrrverandi sóknarprestur mæta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson mætti. Hann hefur verið sakaður um áreiti árið 2017 og verið í leyfi síðan.

Fréttablaðið greinir frá málinu í morgun. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi. Fundirnir eru opnir þeim sem áhuga hafa á málefnum kirkjuna en haft er eftir Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sóknarprest í Háteigskirkju og prófast á svæðinu að um sextíu manns hafi atkvæðarétt. Fundurinn fór fram í gær.

„Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -