Klara bálreið eftir göngu í Grafarholti – „Ég er mjög hrædd við þá“
Klara nokkur, íbúi í Grafarvogi, lætur ekki bjóða sér það lengur að mæta hundum í lausagöngu í gönguferðum sínum á Reynisvatnsheiði. Hún segist logandi hrædd við hundana enda hafi hún verið bitin af einum slíkum fyrir nokkru.
Klara opnar á umræðuna í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar segir hún:
„Æ oftar mæti ég fólki sem er með lausa hunda. Hefur það komið fyrir að hundar hafa komið hlaupandi á móti mér og stokkið upp á mig. Ég er ekki sátt við það þar sem ég hef verið bitin af hundi. Ég hef nefnt það við eigendur hundanna að hafa þá í bandi en fengið þau svör að þau mættu hafa þá lausa,“ segir Klara og heldur áfram:
„Eftir að hafa lent í sömu aðstöðu í morgun þá fór ég og kannaði hvort þetta væri í raun leyfilegt. Lausaganga hunda er leyfð á Reynisvatnsheiði en EKKI á göngu-, reið- og akstursvegaslóðum né einkalóðum á svæðinu. Vona ég að hundaeigendur virði þessa reglu og hafi hundana sína í ól á göngu-, reið- og akstursvegaslóðum.“
Fjölmargir íbúar blanda sér í umræðuna og virðast flestir þeirra vera á bandi Klöru. Að minnsta kostir er Dagrún það. „Svo innilega sammála! Mér finnst mjög óþægilegt að mæta lausum hundum og ég er mjög hrædd við þá,“ segir Dagrún. Og Ragnheiður er það líka. „Svo sammála, allt of oft sem maður rekst á lausa hunda úti um allt og mætir svo dónaskap og jafnvel árásargirni af eigendum ef maður vogar sér að segja eitthvað,“ segir hún.
Inga nokkur vill heldur ekki sjá hundana á göngustígunum. „Við eigum ekki að vera hrædd á göngustígum á holtinu. Ég óttast marga hunda,“ segir Inga. Og Elli hefur líka slæma reynslu. „Gæti ekki verið meira sammála!! Ég var svo hrædd síðasta vetur þegar ég gekk um svæðið og ég var ólétt. Nokkrum sinnum voru hundar að hoppa á móti mér og gelta. Flestir hundarnir sem ég hef hitt hafa verið góðir en þessir fáu tilteknu hundar gerðu mig bara svo hrædda við þá alla,“ segir Elli.
Sjá alla fréttina hér: Klara bálreið eftir göngu í Grafarholti – „Ég er mjög hrædd við þá“
Hafsteinn átti varla til orð í Hagkaupum: „Hvernig túlkið þið þetta?“
Hafsteini nokkrum blöskraði mjög verðlagið á íslenskum Ora-vörum í Hagkaupum um helgina. Hann langaði til að kaupa sér súrar agúrkur en tók þá eftir því að innfluttar slíkar kosta 620 prósentum minna en Ora-dósin.
Hafsteinn segir frá upplifun sinni í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Hann bendir þá á himinhátt kílóverð á íslensku afurðinni í samanburði við þá erlendu.
„Hvernig túlkið þið þetta? ORA 2.636 krónur kg. EUROSHOPER 425 krónur kg.“
Fjölmargir meðlimir tjá sig undir færsluna. Margir réttlæta verðmuninn með því að benda á að íslenska varan sé mun betri en sú erlenda. Ásdís er til að mynda ein þeirra. „Það er bara ekki hægt að líkja þessu saman! Ora 100× betra,“ segir Ásdís. Og Áslaug virðist á sama máli. „Kaupir einhver þessar ógeðslegu Euroshopper vörur?“ spyr hún.
Sjá alla fréttina hér: Hafsteinn átti varla til orð í Hagkaupum: „Hvernig túlkið þið þetta?“
Dómur þyngdur yfir Jóni Páli: Segist hafa litið á samskipti þeirra sem framhjáhald en ekki ofbeldi
Fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Jón Páll Eyjólfsson, var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun.
Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms um sex mánuði.
Brotið átti sér stað árið 2008.
Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag; málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember árið 2020.
Þar var Jón Páll dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi; jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur, en Landsréttur breytti upphæðinni í tvær milljónir króna.
Í ársbyrjun árið 2018 komst málið í hámæli þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóra, en aðeins nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars fyrir þremur árum; vísaði þá til fjárhagsskorts hjá LA.
Kom í ljós seinna að hann hafði verið sakaður um nauðgun einum tíu árum fyrr, og samkvæmt dómnum átti atvikið sér stað í ágúst árið 2008 – á hótelherbergi í útlöndum.
Afar grófar lýsingar er að finna í dómi af ofbeldinu sem Jón Páll var kærður fyrir og hann var að lokum ákærður; svo dæmdur fyrir ofbeldi og ólögmæta nauðung.
Sjá alla fréttina hér: Dómur þyngdur yfir Jóni Páli: Segist hafa litið á samskipti þeirra sem framhjáhald en ekki ofbeldi
Öfgar senda Aroni og Eggerti bréf: „Nýtið ykkur forréttindastöðu til þess að „styrkja“ ykkar mál“
Baráttuhópurinn Öfgar sendi frá sér opið bréf til fótboltamannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar vegna yfirlýsinga félaganna um það kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið sakaðir um að hafa framið gegn íslenskri stúlku fyrir ellefu árum í Danmörku.
Í áðurnefndu bréfi eru Aron Einar og Eggert Gunnþór harðlega gagnrýndir; sagðir ráðast opinberlega gegn stúlkunni sem sakaði þá um ofbeldið með yfirlýsingum sínum á samfélagsmiðli:
„Af hverju þurfið þið að ráðast svona að henni opinberlega? Af hverju má þolandi ekki segja frá ónafngreindum meintum gerendum og meintu broti sem hún varð fyrir án þess að frásögn hennar sé rengd?“
Sagt var frá því í október að íslensk stúlka hefði kært Aron Einar og Eggert Gunnþór fyrir nauðgun sem sögð er hafa átt sér í Kaupmannahöfn árið 2010, en bæði Aron Einar og Eggert Gunnþór hafa nú gefið skýrslu hjá lögreglu vegna rannsóknar málsins. Lögmaður Arons Einars sagðist í gær búast við því að málið yrði fellt niður.
Baráttuhópurinn Öfgar segja að þolandi meintrar nauðgunar sé í fullum rétti að kæra meinta gerendur; að enginn þolandi leiki sér að því að berskjalda sig á þennan hátt.
„Það gerir sér enginn þolandi það að leik að kæra meinta gerendur sína, hvað þá ef þeir hafa völd í samfélaginu, eru fyrirmyndir, myndarlegir fjölskyldumenn, dýrkaðir og dáðir.“