Veikindaleyfi Kristjáns framlengt um þrjár vikur: „Hoppandi út um allar koppagrundir á okkar kostnað“
Eins og Mannlíf greindi fyrst frá er Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, í veikindaleyfi af ótilgreindum ástæðum. Veikindaleyfi hans hefur nú verið framlengt.
Kristján Þór er kvæntur fyrrverandi fjölmiðlakonunni Guðrúnu Dís Emilsdóttur, en eins og Mannlíf greindi frá þá herma heimildir að hún sé að pakka niður og undirbúa flutning frá Húsavík.
Tekið skal fram að Mannlíf hefur ekki fengið staðfest hvað veldur því að hún hyggst flytja á brott. Í samtali við blaðamann Mannlífs vildi Guðrún Dís ekki staðfesta hver ástæðan væri.
Stefán Guðmundsson, eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, sagði eftirfarandi í frétt Mannlífs sem virðist renna stoðum undir að eitthvert ólag sé á einkalífi Kristjáns Þórs:
„Enda býsna fjölbreytt að því er virðist á hvaða forsendum starfsmenn stjórnlauss stjórnsýsluhússins fara í svokallað veikindaleyfi undanfarnar vikur á fullum launum eftir því sem mér skilst best og mánuðum saman … og gjarnan tengt svokallaðri „kulnun“ í starfi. En eru um leið hoppandi og skoppandi út um allar koppagrundir á okkar kostnað. Svo er hitt. Sumir virðast ekki geta skilið á milli pólitíkur og einkamála. Hafa ekkert endilega greind eða vilja til þess. Þá verður gjarnan til hrærigrautur skrítinna tilfinninga og skoðanaskipta. Skoðun mín á bæjarstjóra og hans framgöngu undanfarin ár er óbreytt. Meira síðar. En ef hann á um sárt að binda í sínu einkalífi og veikindaleyfi – þá óska ég honum alls hins besta og góðs bata.“
Sjá alla fréttina: Veikindaleyfi Kristjáns framlengt um 3 vikur: „Hoppandi út um allar koppagrundir á okkar kostnað“
Reynir og nafnlausa blaðakonan: „Fæ oft skilaboð í þessum dúr frá vinkonum sem ég hef sofið hjá“
„Reglulega fæ ég skilaboð í þessum dúr frá gömlum vinkonum sem ég hef sofið hjá eitthvertíman á lífsleiðinni … Þar sem þær eru spurðar um kynlífið með mér eða hvort við höfum sofið saman“
Þannig hefst pistill Reynis Bergmann, eiganda veitingastaðarins Vefjunnar, sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir nokkru.
Pistli Reynis fylgja skjáskot sem hann segir koma frá vinkonu sinni og innihaldi sendingar frá ónefndri blaðakonu til hennar. Auk þess eru meðfylgjandi skjáskot af spjalli Reynis við vinkonuna í gegnum samskiptaforritið Snapchat, þar sem kemur fram að hún heiti Guðrún.
Samtal Reynis og Guðrúnar á Snapchat:
Guðrún:
„Hvað seigir frægasti vinur minn ?“
Reynir:
„Frægasti ojjj þetta orð
Nei annars er ég bara flenni fín en hvernig er Gunnsan mín ?“
Guðrún:
„Haha bara stríða þér
En mig langar að seigja þér eitt það var stelpa að senda mér skilaboð og reyna að spurja mig hvort þú hafir verið vondur við mig eitthvertíman haha“
Reynir:
„Haaa ? Ertu ekki að djóka eitthvað að þessu me2 hreyfingu kannski ? Þetta er vel þreytt
Þeir/þær/það eru búnin að senda á fleirri vinkonur mínar sem ég hef sofið hjá og nánast beðið þær um að finna eitthvað til að kæra mig og koma fram obinberlega sjúkasta sem ég hef séð bara til að níðast á mer af því eg sagði ovart fukk you bla bla
Má ég spyrja áttu þetta viltu senda mer það
Gunnsa plís það þarf að stoppa þessa plönuðu glæpavinnubrögð hjá þeim á fólk sem á það ekki skilið“
Sjá alla fréttina: Reynir og nafnlausa blaðakonan: „Fæ oft skilaboð í þessum dúr frá vinkonum sem ég hef sofið hjá“
Tvær sögur af Þóri Sæmundssyni: „Hann vissi allan tímann að hann var að tala við barn“
„Ég var 17 ára þegar hann byrjaði að senda óviðeigandi skilaboð á Facebook,“ segir í frásögn ungrar konu sem lýsir þar reynslu sinni af samskiptum við Þóri Sæmundsson, sem kom fram í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær. Mannlíf fékk söguna senda og er hún birt með góðfúslegu leyfi konunnar.
Eftirfarandi frásagnir eru einhliða og því birtar með fyrirvara. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Þóri Sæmundsson við vinnslu fréttarinnar.
Konan segir frá því hvernig þau Þórir hafi á þessum tíma leikið saman í sýningu. Þar var hann í aðalhlutverki en hún tilheyrði barnahópi í leikritinu og var, eins og áður sagði, enn barnung þegar samskipti þeirra hófust.
Hún segir frá því hvernig hún hafi seinna meir hitt hann á bar og farið heim með honum, þá orðin 18 ára gömul. Þau hafi í framhaldinu sofið saman.
„Þar sagði hann meðal annars að ég væri svo ung og saklaus.“
Hún lýsir því hvernig hann hafi seinna falast eftir því við hana og aðra stúlku, þá 17 ára, að þær kæmu heim með honum og þau færu í trekant (threesome). Hann hafi reynt að selja hugmyndina með því að segja stelpunum að hann ætti mjög mikið af grasi.
Stuttu seinna hafi hún og tvær vinkonur hennar, þær allar á aldrinum 17-18 ára, átt í Snapchat-samskiptum við Þóri, þar sem hún segir hann ýmist hafa sent myndir af typpinu á sér eða beðið þær um að koma til sín í kynlífsorgíu (foursome).
„Á þessum tíma var ég mjög ung og leit upp til eldri og reyndari manns sem naut virðingar í leikhúsi og sjónvarpi og var upp með mér að fá athygli frá honum og að hann vildi sofa hjá mér. En þegar ég lít til baka núna finnst mér þetta allt mjög ógeðslegt og að hugsa til þess að ég hafi verið rétt skriðin yfir 17 ára aldur og varla komin með brjóst eða búin með kynþroskann.“
Sjá alla fréttina: Tvær sögur af Þóri Sæmundssyni: „Hann vissi allan tímann að hann var að tala við barn“
Sólveig tjáir sig um hótanir: „Kallaði mig alltaf „konuna“ þegar hann var að úthúða mér sem fífli“
Frá því að Sólveig Anna Jónsdóttir ákvað frá að hverfa sem formaður Eflingar hefur hún gefið út sex yfirlýsingar á Facebook-síðu sinni.
Þær snerta allar brotthvarf hennar og þær ástæður sem hún segir liggja þar að baki. Sömuleiðis fjalla þær um átök og deilur innan skrifstofu Eflingar.
Sólveig Anna hefur ekki enn viljað tala beint við fjölmiðla. Hún hafnaði því til að mynda að mæta í Kastljós fyrir nokkru.
Í nýjustu yfirlýsingu sinni kemur Sólveig meðal annars inn á þær hótanir sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Eflingar.
„Í ályktun trúnaðarmanna starfsfólks skrifstofu Eflingar frá því í sumar var því haldið fram að ég hefði stöðugt í hyggju eða væri búin að framkvæma fyrirvaralausar uppsagnir.
Fyrirvaralaus uppsögn er talið mjög alvarlegt brot á launamanni hafi atvinnurekandi ekki fyrir henni mjög góðar ástæður svo sem að launamaður hafi sýnt stórkostlegt gáleysi, hafi rækt störf sín með verulega ófullnægjandi hætti eða gerst alvarlega brotlegur í starfi,“ segir Sólveig Anna í sjöttu yfirlýsingu sinni sem hún birti á Facebook-síðu sinni.
„Ég hugsa að ég hefði getað framkvæmt fyrirvaralausa uppsögn á þeim manni sem hótaði því að koma heim til mín og gera mér mein þegar ég fékk um hótunina vitneskju 13. október síðastliðinn. Það gerði ég þó ekki. Hann var ekki einu sinni áminntur.
Hvers vegna ákvað ég að gera ekkert? Vegna þess að mér var tilkynnt að manneskjan sem hann upplýsti um langanir sínar til að fara heim til mín og gera mér illt (sem hann myndi komast upp með vegna þess að hann væri með hreina sakaskrá og yrði því ekki dæmdur til fangelsisvistar) vildi ekki, þrátt fyrir að vera svo brugðið við orð þess sem hótaði að hún leitaði með áhyggjur sínar til annars trúnaðarmanns starfsfólks skrifstofunnar og allavega eins annars starfsmanns, standa með mér vegna þess að hún vildi „vernda vinnusamband sitt samstarfsfélaga sinn til margra ára“.
Smelltu hér til að lesa brakandi feskt helgarblaðið eða flettu því hér fyrir neðan:
Sjá alla fréttina: Sólveig tjáir sig um hótanir: „Kallaði mig alltaf „konuna“ þegar hann var að úthúða mér sem fífli“