„Gefum okkur að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir, þá eru það 3400 manns. Faraldsfræðin hingað til segir að 15% veikist alvarlega og 5% þurfi gjörgæslu. Það eru þá 510 manns sem þurfa innlögn og 170 sem þurfa gjörgæslu!,“
segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, í færslu á Facebook. Jón Magnús telur að þetta séu sennilega allt of háar tölur, þar sem einkennalausir einstaklingar hafi ekki áður verið skimaðir.
„En þótt við segjum að þetta sé tífalt of hátt hlutfall þá er þetta samt 51 sem þarf innlögn og 17 á gjörgæsludeild og faraldurinn er rétt að byrja,“ segir Jón.
„Í guðanna bænum, fylgið leiðbeiningum sóttvarnalæknis.“