Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Í hjónaband eftir rúmlega 30 ára hlé

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan og fyrirsætan Pamela Anderson og framleiðandinn Jon Peters giftu sig á mánudaginn. Í frétt Independent kemur fram að þau hafi látið pússa sig saman við litla athöfn í Malibu.

Undanfarið ár hafa þau Anderson og Peters átt í ástarsambandi en þau voru líka par í skamman tíma á níunda áratugnum eftir að þau kynntust í Playboy-höllinni í Los Angeles. Sambandið gekk hins vegar ekki upp og kennir Peters aldursmuninum meðal annars um en hann er 22 árum eldri en hún. Núna, rúmum 30 árum síðar, eru þau orðin hjón.

Anderson og Peters hafa látið lítið fyrir sér fara síðan þau tóku upp þráðinn að nýju en Peters staðfesti við The Hollywood Reporter að þau væri orðin hjón og að hann hafi alltaf viljað vera með Pamelu síðan hann kynntist henni fyrst. „Núna eftir 30 ár, þá skiptir aldursmunurinn ekki eins miklu.“

Bæði Anderson og Peters hafa verið gift fjórum sinnum áður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -