Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

„Í lagi að takmarka frelsi Íslendinga til að auka frelsi erlendra aðila til að koma til Íslands“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sífellt fleiri gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um að opna landið þrátt fyrir hættuna sem því fylgir. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir í aðsendir grein í Kjarnanum að ríkisstjórnin sé í raun að ákveða að velja útlendinga fram yfir Íslendinga, frelsi þeirra eykst en frelsi Íslendinga skerðist. Hann segir einungis tvo innlend aðila sem gætu gleðst yfir þessum áformum, stórrekstraraðilar í flutningi ferðamanna og söluaðilar gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Þórólfur rifjar upp hvernig Íslendingar voru frjálsir ferða sinna innanlands síðasta sumar. Alveg þangað til ákveðið var að opna landið fyrir þá sem voru frá „grænum svæðum“. Fyrirsjáanlega „léku“ menn af rauðum svæðum á það kerfi og allt var sett í lás stuttu síðar.

„Nú, þegar liðnar eru 3 vikur af mars er staðan sú að afar fá inn­an­lands­smit hafa greinst í tvo og hálfan mán­uð. Til­efni er til frek­ari til­slak­ana á sam­komu­tak­mörk­unum inn­an­lands. Lands­menn geta farið að horfa á daga­talið og hringja í sveita­hót­elin og skipu­leggja sum­ar­ferð­ina með fjöl­skyld­unni. Það getur svo aukið bjart­sýni að undir lok sum­ars gæti þekjun bólu­setn­inga inn­an­lands verið orðin nægj­an­lega víð­tæk til að koma í veg fyrir mögu­leika sjúk­dóms­ins til að breið­ast út sam­kvæmt lög­málum veld­is­vaxt­ar­ins,“ segir Þórólfur.

„Þess í stað verður Covid-19 sjúk­dóm­ur­inn á pari við misl­inga og rauða hunda. Alvar­legur fyrir óbólu­setta, en ekki ógn við lýð­heilsu. „Öf­unds­verð staða“ fyrir almenn­ing í land­inu. Þeir einu sem geta með nokkrum rétti verið með ósáttir vegna þessa ástands eru stór-­rekstr­ar­að­ilar í flutn­ingi ferða­manna og sölu­að­ilar gisti­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þó verður ekki séð að opnun landamæra yrði þeim til fram­dráttar ef vel er að gáð eins og rakið verður hér á eft­ir.“

Hann segir meinta talsmenn frelsis í raun beita sér fyrir skert frelsi Íslendinga. „Tals­menn rík­is­stjórn­ar­innar bera fyrir sig nauð­syn þess að draga úr þessum frels­is­skerð­ingum þrátt fyrir gang veirunnar í heim­in­um, m.a. með því að rýmka aðgang erlendra aðila búsettra á „græn­um“ og „gul­um“ svæðum að land­inu. Rétt er það að opnun landamæra mun auka frelsi erlendra rík­is­borg­ara til að koma til Íslands. En við það eykst réttur íslenskra rík­is­borg­ara ekk­ert, nema síður sé. Reynsla opn­un­ar­innar í júlí 2020 bendir til þess að uppúr miðjum maí gæti þurft að herða enn á sam­komu­tak­mörk­un­um, fækka gestum í rýmum niður í 10-15 og taka upp harða útgáfu af 2 metra regl­unni, fyr­ir­skipa lokun veit­inga­staða klukkan 20:00 eða 21:00 á kvöldin í stað 22:00 eins og nú er.“

Hann segir að þetta fólk virðist varla átta sig á því að fjórða bylgjan myndi veri áhrif á efnahaginn en að loka landinu aðeins lengur. „Um miðjan maí gæti því þessi meinta frels­is­auk­andi aðgerð hafa tak­markað frelsi venju­legra Íslend­inga veru­lega frá því sem nú er. Einn tals­maður rík­is­stjórn­ar­innar svar­aði áhyggjum þessu tengd í Kast­ljósi 18. mars á þá leið að við þyrftum að halda uppi sam­komu­tak­mörk­unum og sprittun og öðrum tak­mörk­unum til að tak­marka útbreiðslu­getu veiru sem kynni að ber­ast með erlendum ferða­manni til lands­ins eftir 1. maí. Þ.e.a.s. sumir tals­menn rík­is­stjórn­ar­innar telja í lagi að tak­marka frelsi Íslend­inga til að auka frelsi erlendra aðila til að koma til Íslands! Það verður stundum skrítið hug­tak, frels­is­hug­tak­ið!,“ segir hann og vísar til orða Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdótttur dómsmálaráðherra.

- Auglýsing -

Hann segir að lokum að þetta sé stórhættuleg tilraun. „Galopin landa­mæri fyrir óbólu­setta gætu hugs­an­lega fjölgað ferða­mönnum eitt­hvað tíma­bund­ið. Af því gætu ein­hverjir haft tekj­ur, tíma­bund­ið. Galopin landa­mæri gagn­vart óbólu­settum stó­r­eykur líkur á fjórðu bylgju far­ald­urs á Íslandi. Tekju­tap sem myndi fylgja fjórðu bylgj­unni yfir­skyggir mögu­legan ávinn­ing af opn­un. Er ástæða til að gera slíkar til­raunir í nafni einnar atvinnu­greinar og á kostnað allra hinna?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -