Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

„Í níutíu ára sögu Ríkisútvarpsins hefur engin kona gegnt stöðu útvarpsstjóra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmis áhugaverð ummæli voru látin falla í viðburðaríkri viku. Hér eru nokkur.

 

„Áróðursherferðin sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt. Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu.“ – Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, hugnast ekki sú aðferðafræði sem Efling beitir í kjaraviðræðum við borgina.

„Fjölmiðlarnir eru orðnir svo sjúklega meðvirkir. Þeim fannst það betri frétt að segja að allir hafi verið samhljóma um ráðningu Stefáns, að loksins væri kominn útvarpsstjóri sem allir eru ánægðir með. Það er verið að fela það að hægrið hafi unnið, þó svo að hægrið sé raunverulega minnihlutaskoðun á Íslandi.“ – Gunnar Smári Egilsson gagnrýnir ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra.

„Í níutíu ára sögu Ríkisútvarpsins hefur engin kona gegnt stöðu útvarpsstjóra. Ellefti karlinn var ráðinn útvarpsstjóri í vikunni andspænis flóru fremstu fjölmiðlakvenna landsins.“ – Herdís Þorgeirsdóttir um ráðninguna, en hún sótti sjálf um stöðuna.

„Brottvísun verið FRESTAÐ. Af hverju er ekki bara tekin ákvörðun um að fella úr gildi ákvörðun um brottvísun? Á þetta að bjarga einhverjum hluta af andlitinu fyrir dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun?“ – Illugi Jökulsson rithöfundur. Stjórnvöld hafa ákveðið að vísa ekki pakistanska drengnum Muhammed og fjölskyldu hans af landi brott. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað.

„Af hverju tóku þessir valdamiklu einstaklingar þátt í þessum fundi? Og stóðu uppi á sviði með Kára og kinkuðu kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veittu honum þannig réttmæti?“ – Tara Margrét Vilhjálmsdóttir baráttukona segir fræðslufund Íslenskrar erfðagreiningar öðru fremur hafa snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“.

- Auglýsing -

„Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“ – Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar.

„Álfabakkinn er auðvitað ekkert minna en Jerúsalem kvikmyndadýrkandans. En fyrir okkur, sem erum komin með dálitla leið á bandaríska meinstríminu, þá er Bíó Paradís eins og vin í eyðimörkinni.“ – Valur Grettisson, ritstjóri Grapevine, í ljósi óvissunnar sem ríkir um áframhaldandi rekstur Bíós Paradísar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -