Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Íbúafjöldi þorpsins tvöfaldast: Verbúð hlaðin stórleikurum kostar milljarð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er búið að  tvöfalda íbúafjölda bæjarins. Þannig verður það næstu tvær vikurnar,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri og einn framleiðanda sjónvarpsþáttaseríunnar Verbúð. Búið er að taka upp bróðurpartinn af seríunni sem telur alls átta þætti.

Allar innitökur eru að baki en nú standa yfir útitökur á Suðureyri þessa dagana. Mannlíf ræddi við  Gísla Örn á tökustað við Aðalgötu á Suðureyri. Yfir 50 manna tökulið er í þorpinu að viðbættum aukaleikurum. Óhætt er að segja að landslið leikara komi við sögu í þáttunum. Gísli Örn fer sjálfur með hlutverk. Björn Hlynur Haraldsson  og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverk. Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Ingvar Sigurðsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Sveppi eru á meðal annarra leikara.

„Þetta er afar litríkur hópur leikara sem munu spegla bæjarlífið frá þeim tíma er þættirnir gerast,“ segir Gísli Örn og bíður blaðamanni að taka að sér hlutverk hafnarverkamanns. Það er skítkalt úti og blaðamaður sem býr á Suðurnesjum og er kuldaskræfa í samræmi við það, afþakkar boðið en með trega þó.

Hilmir Snær Guðnason í hlutverki blaðamanns að hringja inn frétt.

Þættirnir fjalla um lífið í sjávarþorpi á dögum kvótakerfisins. Gísli Örn lofar að þeir verði í senn skemmtilegir og með talsverðum broddi. Hann segir fólk á svæðinu mjög ánægt með framtakið. útgerðarmenn hafa tekið þeim vel þótt reikna megi með  því að sægreifar komi við sögu.

Þetta fjallar ekki um  þunglyndislíf úti á landi

„Það taka okkur allir opnum örmum og allir hamingjusamir með að fá okkur hingað. Þættirnir fjalla ekki um  þunglyndislíf úti á landi. Þvert á  móti lýsir þeir því að það er fjölbreytt líf og gaman að vera úti á landi.“

Gísli Örn er spurður um kostnaðinn við verkefnið. Hann nefnr svimandi tölu eða sem nemur verði á góðu fiskiskipi en að vísu ekki með miklum  kvóta.

- Auglýsing -

„Þetta er rándýrt. Kostnaðurinn slagar hátt í milljarð króna.“ segir Gísli Örn.

Hilmir Snær leikur rannsóknablaðamann. Hann verst allra frétta um söguþráðinn en fellst á það að blaðamaðurinn sé í ákveðnum háska innan um  sægreifana í bæjarfélaginu.

„Það má segja það honum helst illa á vinnu. Þetta er spennandi hlutverk,“ segir Hilmir Snær og er rokinn í næstu töku þar sem sögusviðið er símaklefi við Aðalgötu.

- Auglýsing -
Suðureyri í gær. Þorpið er undirlagt af kvikmyndatökufólki.

Gísli Örn segir að reiknað er með að fyrsti þátturinn verði frumsýndur í haust eða í síðasta lagi um næstu jól. Víst er að sýninganna er beðið með eftirvæntingu og þá ekki síst hvort þeir muni slá í gegn erlendis eins og varð með Ófærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -