Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Íbúar eru áhyggjufullir – „Dýra­níðingurinn í Heiðar­gerði er aftur farinn á kreik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þann 15. júní í fyrra var eitrað fyrir kettinum okkar með þeim af­leiðingum að við þurftum að svæfa hana,“ skrifar Atli Sævarsson í Facebook-hóp íbúa í 108 Reykjavík. Byrjar hann færsluna á því að segja frá því að „dýraníðingurinn í Heiðargerði sé farinn aftur á kreik,“ en stutt er síðan fjöldi katta dó í götunni og þar í kring af völdum eitrunar. Atli og fjölskylda eru nú að ganga í gegnum það sama aftur, og þurftu þau að láta svæfa köttinn sinn, hana Slaufu, sem var sárþjáð vegna eitrunar.

„Börnin eru lömuð af sorg en eina ferðina og en eitt dýrið fær að upp­lifa þennan gríðar­lega kvala­fulla dauð­daga,“ skrifar Atli og hvetur fólk til þess að hafa augun opin fyrir matarleifum. Að lokum óskar hann eftir því að fólk, sem hafi ábendingar, hafi samband og yrði hann gríðarlega þakklátur. Málið hefur vakið óhug hjá íbúum sem óttast um dýrin sín. Þá bendir einn íbúi réttilega á að börn, geti einnig verið í hættu, komist þau í einhverskonar eitraðar matarleifar.
Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -