Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Íbúar í Grafarvogi ævareiðir eftir árás á sjö ára barn: Krefjast rafrænnar vöktunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill uggur og reiði er meðal íbúa í Grafarvogi í dag eftir að upplýst var að maður reyndi að ræna sjö ára stúlku. Hafa umræður spunnist í íbúahóp hverfisins um nauðsyn kerfisbundinnar rafrænnar vöktunar og þykir mörgum nóg um komið af seinagangi borgaryfirvalda. Rétt eftir kvöldverðarleytið í gær varð sjö ára gömul stúlka fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að ókunnur maður reyndi að nema hana á brott þar sem hún var við leik á leikvelli í botngötu Foldahverfis.

Engin vitni urðu að atburðinum en litla stúlkan gat gefið lýsingu sem samsvarar því að maðurinn, sem að sögn er Íslendingur, sé dökkhærður með brún augu, á milli 170 og 180 cm á hæð, en hann var íklæddur gráum íþróttabuxum og grárri peysu.

Reyndi að ræna sjö ára stúlku: „Fór að gráta og sparkaði í punginn á honum“

Reiði er ríkjandi í íbúahóp Grafarvogsbúa eftir atvikið sem eðlilega hefur sett daglegar venjur foreldra úr nokkrum skorðum nú í sumarbyrjun og spyr íbúi í Grafarvogi nú í dag því hugmyndin Eftirlitsmyndavélar í hverfið hafi fengið afgerandi kosningu án framkvæmda á vef Reykjavíkurborgar árið 2019 hjá íbúum hverfisins í Betri Reykjavík. “EKKERT hefur gerst síðan,” segir íbúi og vísar til ársins 2019. “Hver er skýringin á því?”

Kosningatillagan eins og hún lítur út á vef borgarinnar í dag, en íbúar í Grafarvogi segjast langþreyttir á svaraleysi

Annar íbúi Grafarvogs svarar um hæl á íbúasíðu og segir að verkefni borgarinnar hafi einungis snúið að myndavélum sem fylgdust með ferðum inn í sjálfan Grafarvoginn. “Þar eru ekki nema 3 leiðir inn og út,” má lesa á íbúasíðunni. “Löngu kominn tími til að þetta komi.”

Hið rétta er þó að verkefnið Rafræn vöktun í Grafarvogi átti, samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram á vef Reykjavíkurborgar, að koma til framkvæmda árið 2019 en síðan eru liðin 2 ár.  Lilja Sigurjónsdóttir,  sem sendi inn tillöguna til borgarinnar segist á íbúasíðunni örmagna á að reyna að afla upplýsinga hjá yfirvöldum. “Ég hef oft sent fyrirspurnir og fæ engin svör, þegar ég hef fengið einhver viðbrögð frá borgarstjóra þá er það  bara verið að segja að þetta sé ekki á þeirra könnu og benda á einhvern annan og engin svör!” Lilja, sem er orðin langþreytt á svarabresti ráðamanna klykkir út með orðunum: “Frábært lýðræði hér í Reykjavík **kaldhæðni**” og taka aðrir íbúar undir.

- Auglýsing -
Hér má sjá hugmyndina sem Lilja sendi inn árið 2019 í hugmyndasöfnun íbúa í Grafarvogi

Einhverjum þykir nóg um komið og svarar því að “verkið virðist hafa verið stöðvað vegna pólitískrar andstöðu hjá ráðamönnum Reykjavíkurborgar” og segir málið hafa verið tekið upp á fundi íbúaráðs fyrir einu og hálfu ári síðan. “… og þar mætti einn af borgarfulltrúum meirihlutans til að tala verkið niður.”

Þessi er staða verkefnisins í dag og árið er 2021 – tillaga var samþkkt í maí 2019 og er enn í skoðun hjá borgarstjóra

Ekki kemur fram hvaða borgarfulltrúi hafi átt hlut að máli á umræddum fundi en leiðir íbúi þó getum að því ráðamenn borgarinnar hafi lítinn skilning á því að um lýðræðislega kosningu meirihluta íbúa Grafarvogs hafi verið að ræða. “Hvorki hann né embættismaður sem var til svara vildi hlusta á þau rök að íbúar hefðu valið verkefnið á löglegan hátt í kosningu og það ætti að koma til framkvæmda. Alveg stórfurðulegt mál og ég bara skil ekki svona einstrengingslega stjórnsýslu.”

Þrátt fyrir nokkrar tilraunir náði blaðamaður ekki sambandi við tengilið verkefnis hjá Reykjavíkurborg en ritstjórn hefur sent formlega fyrirspurn til borgaryfirvalda í þeirri von að svör taki að rata í hendur íbúa Grafarvogs, sem eðlilega eru uggandi eftir atvikaröð gærdagsins og vilja auka öryggi barna í hverfinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -