Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Icelandair áfram í viðskiptum við Panamafélag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair seldi þrjár flugvélar félagsins til fyrirtækisins Icelease sem fjallað var um í panamaskjölunum víðfrægu. Félagið, sem er í eigu Íslendinga, meðal annars fyrrverandi aðstoðarforstjóra Icelandair, varð uppvíst að því að koma söluhagnaði undan í skattaskjólum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var þá fjármálastjóri flugfélagsins og sat einmitt í stjórn Icelease á þeim tíma.

Icelandair seldi vélarnar þrjár fyrir andvirði nærri þriggja milljarða íslenskra króna. Flugfélagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis en í henni var ekki tilgreint hver kaupandi vélanna er. Vísir greindi svo á endanum frá því að Icelandair hafi selt vélarnar, sem allar eru af gerðinni Boeing 757-200 og sú yngsta þeirra 20 ára gömul, til Icelease.

Icelease er íslenskt félag sem sérhæfir sig á alþjóðamarkaði í viðskiptum með flugvélar. Fjallað var um félagið í Panamaskjölunum og kom þar fram að Icelandair hafi á þeim tíma átt fjórðungshlut í félaginu. Aðaleigendur þess og stjórnendur voru Kári Kárason og Sigþór Einarsson sem aftur áttu félag í Panama sem hét Atozo S.A. Í gegnum það var búinn til söluhagnaður upp á 130 milljónir króna í skattaskjóli vegna sölu á Airbus-farþegaþotu og til þess var einnig notast við dótturfélag Icelease á Möltu, Avenue One Aircraft Limited.

Á þessum tímapunkti var Bogi, núverandi forstjóri Icelandair, stjórnarmaður í Icelease. Bæði hann og Sigþór fullyrtu þá að skattar hafi verið greiddir á Íslandi en sá síðarnefndi var tregur til svara. Fyrst vildi hann ekkert kannast við félög sín í skattaskjólum og það var ekki fyrr en honum var ljóst að fyrir lágu gögn til sönnunar sem hann tjáði sig loks um viðskiptin. Sigþór var áður aðstoðarforstjóri Icelandair en þar hætti hann störfum árið 2011 til að hefja störf hjá Icelease.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -