Allt flug frá Íslandi liggur niðri vegna óveðurs og farþegar sem lenda á Keflavíkurflugvelli eru fastir þar.
Alls lentu fjórar vélar í Ameríkuflugi Icelandair í morgun með um 500 farþega, eins og kemur fram á RÚV.
Upplýsingafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir, sagði að flugfélagið sé að skoða það að fljúga með þessa farþega frá Keflavík til Reykjavíkur; verið er að ferja áhafnir og starfsfólk til Keflavíkur – allt er tilbúið ef kallið kemur.
Langflestir af farþegunum voru á leið til Íslands; öllum 90 farþegum sem áttu bókað tengiflug hefur verið útveguð gisting.
Kemur fram að Ásdís hafði ekki upplýsingar um hversu margir farþegar á vegum Icelandair í það heila væru strandaglópar hér á landi.
Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, sagði í gær að mögulega yrðu leigðar flugvélar til að koma farþegum heim fyrir jól.
Ásdís sagði einnig koma til greina að fjölga ferðum.