Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Icelandair sagt lemja á viðskiptavinum en bugta sig fyrir lögmönnum – „Covid engin afsökun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Viðskiptavinir Icelandair eru ekki allir parhrifnir af viðskiptaháttum flugfélagsins þegar kemur að greiðslu bóta eftir niðurfellingu fluga í Covid-faraldrinum. Svo virðist sem félagið noti veiruna og sóttvarnaraðgerðir yfirvalda sem afsökun fyrir því að hafna bótum og það er ekki fyrr en lögmaður setur sig í samband við félagið sem krafa er greidd samstundis.
Mannlíf er með slíkar frásagnir viðskiptavina sem hafa þurft að enda með kröfur sínar hjá lögmönnum til að komast eitthvað áleiðis gagnvart Icelandair. „Konan mín átti bókað flug heim í nóvember. Daginn áður fékk hún tilkynningu um að fluginu væri aflýst og hún bókuð í flug daginn eftir. Því flugi var svo aftur aflýst þannig að hún kom tveim dögum eftir að hún átti bókað flug. Ég hafði samband við Icelandair með það að markmiði að fá a.m.k. þann kostnað sem hún varð fyrir vegna þessa bættan. Ég fékk lítil svör og sendi að lokum inn beiðni um bætur í samræmi við neytenda lög,“ segir ósáttur viðskiptavinur flugfélagsins og bætir við:
„Icelandair hafnaði að greiða bætur. Mér fannst einkennilegt að þeir skyldu hafna á forsendum faraldursins og ég áframsendi það á lögmann. Í kjölfar þess að viðkomandi sendi bréf á Icelandair greiddu þeir strax. Mér finnst það sérstakt og ekki við hæfi að flugfélag sé að koma sér undan því að greiða bætur sem þeim ber að gera og gefa skýringar sem eru einfaldlega ekki réttar. Þetta eru einfaldlega ekki góðir viðskiptahættir hjá Icelandair að ýta einstaklingi frá en greiða þegar krafan kemur frá lögmanni.“
Ómar R. Valdimarsson lögmaður hjálpar meðal annars þeim sem vilja leita bóta hjá flugfélögum.
Ómar R. Valdimarsson lögmaður vinnur fyrir flugneytendur í gegnum Flugbætur.is. Aðspurður segir hann að um leið og flug er fellt niður af flugfélagi virkjast bótaréttur farþega og þar er hvorki Covid-19 né fámenni lögleg afsökun. Ómar segir að samskipti sín við Icelandair hafi heilt yfir verið jákvæð. „Kröfurnar hafa verið mjög fáar síðastliðna 8-9 mánuði, í samræmi við fækkun ferðalaga hjá landanum. Oft eru flug sjálfsagt felld niður vegna fámennis, sem skilja má, en er allt að einu bótaskylt. Reyndar er það svo að ef réttmætum kröfum mínum er hafnað, stefni ég án undantekninga,“ segir Ómar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -