Dótturfélag Icelandair, Loftleiðir, hefur lagt inn beiðni til samgönguráðuneytis Bandaríkjanna um leyfi fyrir vikuleg flug á milli Orlando í Flórída fylki og Havana, höfuðborgar Kúbu, frá byrjun október og út desembermánuð; hér er um er að ræða leiguflug fyrir Anmart Air sem er í eigu í eigu ferðaheildsalans Anmart Superior Travel, en þau verða þrettán talsins, að því er kemur fram í grein á vefsíðunni One Mile at a Time.
Upplýsingafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir, segir við að samið hafi verið um flug milli Punta Arenas í Chile og Union Glacier á Suðurskautslandinu; meðal annars fyrir fólk sem hyggst ganga á Suðurpólinn.
Að auki séu tvær ferðir fyrirhugaðar til Troll á Suðurskautslandinu fyrir rannsóknarstofnunina Norwegian Polar Institute.
Leiguflugið gerir Icelandair kleift að ná betri nýtingu á flugvélunum sem fara til Orlando í vetur. Icelandair er með eftirfarandi tvo áætlunarflug á viku til Orlando í vetraráætlun sinni.