Bandarísk stjórnvöld íhuga að banna TikTok.
Stjórnvöld í Bandríkjunum íhuga nú þann mögulega að banna TikTok og fleiri kínverska samfélagsmiðla vegna ásakana um að kínversk stjórnvöld noti forritið til þess að njósna um notendur þess.
Þetta kom fram í máli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News í gær. Þar sagði Pompeo að stjórnvöld þar í landi litu ásakanirnar alvarlegum augum og íhugi að banna forritin.
TikTok hefur náð miklum og útbreiddum vinsældum á skömmum tíma og er með tæpan milljarð notenda.