Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

IKEA bannar fjölskyldum að versla saman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

IKEA í Bretlandi hefur gefið út mjög stranga reglugerð sem viðskiptavinir verða að fylgja vilji þeir versla í verslunum stórfyrirtækisins þegar þær verða opnaðar að nýju eftir útgöngubann í byrjun júní. Einungis einn fullorðinn og eitt barn úr hverri fjölskyldu fá að fara inn í verslanirnar í einu.

Í reglugerð verslunarinnar kemur jafnframt fram að verðir munu sjá til þess að viðskiptavinir virði tveggja metra regluna og að veitingahús verslananna og barnaleiksvæði verði lokuð. Fjöldi viðskiptavina sem fá að vera inni í verslununum á sama tíma verður mjög takmarkaður og í reglugerðinni er fólk hvatt til þess að koma með tilbúna innkaupalista og eigin burðarpoka til að flýta fyrir streyminu í gegnum verslanirnar.

Einungis verður tekið við greiðslum með snertilausum debit- eða kreditkortum eða snertilausum símagreiðslum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -