Nokkrir þreyttir aðilar reyndu að vera sér hvílustað utan við verslun í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan mætti á staðinn og skipaði fólkinu að taka saman hafurtask sitt og finna annan svefnstað.
Mikið var um ölvun í miðborginni í gærkvöld. Þrír gistu fangageymslu lögreglu eftir nóttina fyrir ýmsar sakir.
Í Kópavogi var tilkynnt um eld í ruslatunnu. Minniháttar tjón hlaust af. Á nærliggjandi svæði var kveikt í gámi. Þriðja tilfellið um íkveikju kom einnig upp í Kópavogi þegar kveikt var í gámi við grunnskóla. Eldurinn náði að læsa sig í grindverk. Óljóst er hver var að verki eða hvort íkveikjurnar tengjast.