Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Illugi krefst skýringa á töfum á bóluefni: „Upplýsa hver mistökin voru, hver gerði þau og hvenær“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson vill að upplýst verði nákvæmlega hvaða mistök voru gerð við pöntun á bóluefni gegn Covid-19, hver gerði þau og hvenær. Hafi engin mistök verið gerð, sé jafn mikilvægt að upplýsa um það.

Skoðun Illuga kemur fram í færslu hans á Facebook. „Hafi verið gerð mistök við pöntun á bóluefni, þá þarf að upplýsa nákvæmlega hver þau mistök voru, hver gerði þau og hvenær. Ekki af því það ætti að hengja einhvern (í óeiginlegri merkingu) fyrir það, heldur eigum við ekki lengur að þola að mistök í æðstu stjórnsýslu séu þögguð niður eða sem minnst úr þeim gert. Og hafi engin mistök verið gerð, þá er gott að vita það líka,“ segir Illugi.

Undir færslunni eru margir sem taka undir málflutning Illuga þar sem krafist er skýringa á töfum á bóluefni hingað til lands. Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra. „Hjartanlega sammála,“ segir Katrín.

Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður er hins vegar ekki sannfærður. „Hver segir að einhver mistök hafi átt sér stað? – eitthvað sem bendir til þess?,“ spyr Þorfinnur.

Hafi verið gerð mistök við pöntun á bóluefni, þá þarf að upplýsa nákvæmlega hver þau mistök voru, hver gerði þau og…

Posted by Illugi Jökulsson on Monday, December 21, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -