Illugi segir ríkisstjórnina ekkert hafa fram að færa í baráttunni gegn Covid-19 sem nú tröllríður Íslandi sem aldrei fyrr. Segir hann Víði aldrei hafa verið jafn mikið niðri fyrir og í sjónvarpsfréttum í gær.
Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og þjóðfélagsrýnir skrifaði í gær nokkuð harðorða færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem hann segir að hafi ekkert til Covid málanna að leggja. Segir hann einnig að Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs, aldrei hafa verið jafn mikið niður fyrir og í sjónvarpsfréttum í gær. Víðir fór yfir stöðuna og sagði hana alvarlega og það þýði ekki lengur að hugsa bara um smittölurnar frá því í gær og hugsa ekkert fram í tímann. En gefum Illuga orðið;
„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk oft verðskuldað hrós fyrir að fylgja nær alveg ráðleggingum sérfræðinga í faraldrinum. Nú er ríkisstjórnin hins vegar búin að klúðra málunum og hefur ekkert fram að færa, ekkert til mála að leggja. Ég hef aldrei séð Víði Reynissyni jafn mikið niðri fyrir og í þessu viðtali. Og í minnisblaði Þórólfs er varað við algjöru neyðarástandi.“
Þvínæst skrifar Illugi upp viðtal við Katrínu frá sama fréttatíma en honum þykir vægast sagt ekki mikið til svara hennar koma.