Rithöfundurinn Illugi Jökulsson er svo lifandi feginn því hversu vel íslensku sóttvarnaryfirvöldum hefur tekist til í baráttunni við Covid-19. Hann segir það mikla blessun að ekki hafi verið hlustað á gagnrýnendur aðgerðanna.
Illugi lýsir skoðun sinni í færslu á Facebook. „Um sóttvarnir hef ég þetta að segja: Þegar maður les núna fréttir jafnt frá Ameríku sem Evrópuríkjum þar sem covid-19 virðist leika algjörlega lausum hala og jafnvel í löndum eins og Þýskalandi, sem eru kunn fyrir gætni, þar hrynur fólk nærri stjórnlaust niður, þá hlýtur niðurstaðan að vera sú að þrátt fyrir allt hafi íslenskum sóttvarnaryfirvöldum tekist aðdáunarlega vel upp í vörn sinni gegn pestinni. Og mikil guðs blessun að ekki hafi verið hlustað á lýtalækna og alþingismenn sem vildu fara aðrar leiðir,“ segir Illugi.
Fjölmargir taka undir orð Illuga og eru honum hjartanlega sammála. Fjölmiðlamaðurinn Þorfinnur Ómarsson er einn þeirra. „Þórólfur er maður ársins á Íslandi,“ segir Þorfinnur.
Um sóttvarnir hef ég þetta að segja: Þegar maður les núna fréttir jafnt frá Ameríku sem Evrópuríkjum þar sem covid-19…
Posted by Illugi Jökulsson on Thursday, December 17, 2020