Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Skötuhjú réðust á fólk og ollu skemmdum í miðborginni – Þau eyða nóttinni í fangaklefa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illvígt par var til ófriðs á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fólkið varð uppvíst að líkamsárás og skemmdarverkum. Skötuhjúin reyndust vera í annarlegu ástandi. Þau voru handtekin og læst inni í fangaklefa. Þau svara til saka í dag.

Það voru fleiri ófriðarseggir á ferðinni í nótt. Tveir menn voru til vandræða í húsi í Breiðbolti. Lögreglan mætti á staðinn en mennirnir brugðust illa við afskiptunum og neituðu að fara að fyrirmælum. Þeir voru draugfullir og harðneituðu að gefa upp nöfn og kennitölur. Ófriðarseggirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa.

Ofbeldisseggur lét hendur skipta á veitingastað í miðborginni og var til vandræða. Hann var handtekinnn og læstur inni í fangaklefa, grunaður um líkamsárásir.

Hávaðaseggur hélt vöku fyrir fólki í fjölbýlishúsi. Lögreglan mætti á staðinn og hrakti manninn á brott.

Tilkynnt var um innbrot í atvinnuhúsnæði í úthverfi Reykjavíkur. Þjófarnir voru á bak og burt þegar lögreglan kom á staðinn.

Nokkuð var um ölvaða og dópaða ökumenn í nótt. Að minnsta kosti átta manns voru stöðvaðir og grunaðir um neyslu.

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -